454/2011
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1101/2004 um markaðssetningu sæfiefna. - Brottfallin
Stofnreglugerð:
Felld brott með:
1. gr.
Í stað töflu í A-hluta V. viðauka, "Virk efni sem heimilt er að nota í sæfiefni", kemur ný tafla, sbr. I. viðauka við þessa reglugerð.
2. gr.
c-liður 1. mgr. 19. gr. orðast svo:
Upplýsingar um tilgreind virk efni sem voru á markaði 14. maí 2000 og sæfiefni sem innihalda viðkomandi efni njóta verndar:
|
1)
|
til 14. maí 2014 að því er varðar hvers kyns upplýsingar sem lagðar eru fram og varða veitingu markaðsleyfa fyrir sæfiefni,
|
|
2)
|
í 10 ár frá skráningardegi virks efnis í A- eða B-hluta V. viðauka að því er varðar upplýsingar sem lagðar eru fram í fyrsta sinn vegna skráningar virks efnis eða skráningar þess í nýjan sæfiefnaflokk í viðaukanum.
|
3. gr.
Við 33. gr. bætist nýr töluliður, g-liður, sem orðast svo:
g) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 298/2010 frá 9. apríl 2010 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1451/2007 að því er varðar framlengingu á gildistíma undanþága sem heimila setningu sæfiefna á markað, sem vísað er til í tl. 12ze í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2011, frá 1. apríl 2011. Reglugerðin er birt í fylgiskjali 5.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum, og lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2009/107/EB frá 16. september 2009 um breytingu á tilskipun 98/8/EB um markaðssetningu sæfiefna að því er varðar framlengingu tiltekinna tímabila, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2010.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/5/ESB frá 8. febrúar 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu akrólíni við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2011.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/7/ESB frá 9. febrúar 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu magnesíumfosfíði, sem losar fosfín, við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 128/2010.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/8/ESB frá 9. febrúar 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu varfarínnatríumi við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2011.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/9/ESB frá 9. febrúar 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að rýmka færsluna fyrir virka efnið álfosfíð, sem losar fosfín í I. viðauka við tilskipunina þannig að færslan nái yfir sæfiefnaflokk 18 eins og hann er skilgreindur í V. viðauka við tilskipunina, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2011.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/10/ESB frá 9. febrúar 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu bródífakúmi við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2011.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/11/ESB frá 9. febrúar 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu varfaríni við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 14/2011.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/50/ESB frá 10. ágúst 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu dasómeti við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2011.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/51/ESB frá 11. ágúst 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu N,N-díetýl-m-tólúamíði við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2011.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/71/ESB frá 4. nóvember 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu metóflútríni við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 33/2011.
- Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/72/ESB frá 4. nóvember 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/8/EB í því skyni að bæta virka efninu spínósaði við í I. viðauka við hana, sem vísað er til í lið 12n í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 33/2011.
Umhverfisráðuneytinu, 12. apríl 2011.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)
VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)