Umhverfisráðuneyti

836/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 750/2008 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni („REACH“). - Brottfallin

1. gr.

Við 2. mgr. 2. gr. bætist:

Gjaldskráin er birt í fylgiskjali II.

2. gr.

Við 8. gr. bætast fjórir nýir stafliðir; b-, c-, d- og e-liður, sem orðast svo:

b)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 340/2008 frá 16. apríl 2008 um þóknanir og gjöld sem greiða ber til Efnastofnunar Evrópu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)) sem vísað er til í tölulið 12zf, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2009, frá 5. desember 2009. Reglugerðin er birt í fylgiskjali II við reglugerð þessa.

c)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 134/2009 frá 16. febrúar 2009 um breytingu á XI. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)) sem vísað er til í tölulið 12zc, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 8/2010, frá 30. janúar 2010. Reglugerðin er birt í fylgiskjali III við reglugerð þessa.

d)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 771/2008 frá 1. ágúst 2008 um reglur sem varða skipulag og málsmeðferð kærunefndar Efnastofnunar Evrópu sem vísað er til í tölulið 12zs, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2010, frá 13. mars 2010. Reglugerðin er birt í fylgiskjali IV við reglugerð þessa.

e)

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 987/2008 frá 8. október 2008 um breytingu á IV. og V. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1907/2006 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir, að því er varðar efni (efnareglurnar (REACH)) sem vísað er til í tölulið 12zc, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 26/2010, frá 13. mars 2010. Reglugerðin er birt í fylgiskjali V við reglugerð þessa.



3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 4. gr., 2. mgr. 5. gr., 3. mgr. 6. gr. og 6. mgr. 7. gr. laga nr. 45/2008, um efni og efnablöndur.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 15. október 2010.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica