1.gr.
Töluliður nr. 5 í 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 456/1994 hljóðar svo:
Heimilt er að veiða rjúpu frá 15. október til 22. desember, nema inna svæðis sem afmarkast af lögsagnarumdæmi Kópavoga, Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Þá nær hið friðaða svæði yfir allt Bláfjallasvæðið í Selvogs- og Ölfushreppi, allan austurhluta Mosfellsheiðar í Ölfus-, Grafnings- og
Þingavallahreppi, og Skálafell og Skálafellsháls í Þingvalla- og Kjósarhreppi.
Bláfjallasvæðið utan Kópavogs og Reykjavíkur markast að sunnan af línu sem hugsast dregin úr Bláfjallahorni í Litla-Sandfell í Þrengslum, þaðan eftir malarvegi yfir á Þrengslaveg (39) og síðan Þrenglsavegi í norður að vegamótum við þjóðveg 1 við Þrengslamót og þaðan austur að ónúmeruðum malarvegi við Litla-Reykjafell, þeim vegi fylgt að Kolviðarhóli og þaðan ráða austurmörkunum
rætur Húsmúla og Þjófahlaups að Nesjavallavegi við Brekku, og síðan Nesjavallavegur í austur og norður að vegamótum við Grafningsveg (360), þaðan Grafningsvegur að vegamótum við Þingvallaveg (36), síðan Þingvallavegur til vesturs að vegamótum við Kjósarskarðsveg (48). Hið friðaða svæði í Skálafelli og Skálafellshálsi markast af Kjósarskarðsvegi frá vegamótum við Þingvallaveg að vegamótum við Meðalfellsveg (461) og þaðan að brú á Svínadalsá og ánni síðan fylgt að mörkum Reykjavíkur í Skarðskinn í Skálafelli.
Innan ofangreindra marka, sjá meðfylgjani kort, er öll rjúpnaveiði óheimil til ársins 2002, en þá verður þetta ákvæði reglugerðarinnar endurskoðað.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 7. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Umhverfisráðuneytið, 17. september 1999.
Siv Friðleifsdóttir.
Sigurður Á. Þráinsson.
(Sjá nánar Fylgiskjal
í Stjórnartíðindum)