Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Umhverfisráðuneyti

530/2009

Reglugerð um gjaldtöku vegna tjaldstæða og þjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði. - Brottfallin

1. gr.

Gjaldtaka er heimil innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu, eftir því sem nánar er kveðið á um í 2. og 3. gr. Virðisaukaskattur er innifalinn í gjaldi.

2. gr.

Gjald fyrir einn í gistingu á tjaldstæði, hver nótt:

1.  Almennt gjald kr. 850
2. Börn 13 til 16 ára í hópferð, undir stjórn fullorðinna kr. 400
3. Örorkulífeyrisþegar kr. 400
4. Ellilífeyrisþegar (67 ára og eldri) kr. 650



Aðgangur barna 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum (fjölskylduferð), að tjaldstæði er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir aðra þjónustu:

1. Sturtugjald kr.

300

2. Rafmagn fyrir húsbíla, einn sólarhringur kr.

500

3. Afnot af þvottavél kr.

500

4. Afnot af þurrkara kr.

500

5. Tjaldleiga, einn dagur kr. 2.000
6. Internetaðgengi, 20 mín. notkun kr.

400

7. Internetaðgengi, 40 mín. notkun kr.

700

8. Internetaðgengi, 60 mín. notkun kr. 1.000


3. gr.

Hópafsláttur vegna gistingar á tjaldstæðum er sem hér segir:

1. Fleiri en 100 nætur 10% afsláttur
2. Fleiri en 200 nætur 15% afsláttur
3. Fleiri en 300 nætur 20% afsláttur
4. Fleiri en 400 nætur 25% afsláttur



4. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í 21. gr. laga nr. 60/2007, um Vatnajökulsþjóðgarð, öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 4. júní 2009.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica