1. gr.
5. mgr. 102. gr. orðast svo:
Í glugga á svalaskýli skal nota hert öryggisgler (perlugler).
2. gr.
6. mgr. 102. gr. orðast svo:
Opnanlegir gluggar skulu vera rennigluggar eða hliðarhengdir gluggar og skal stærð þeirra vera ákvörðuð þannig að svalaskýlið rýri ekki gildi svalanna sem flóttaleiðar úr bruna. Samanlögð stærð opnanlegu glugganna skal þó að lágmarki vera 2,0 m² og minnsta kantmál ops 1,0 m. Hæð upp í neðri brún ops skal uppfylla ákvæði 15. mgr. 202. gr. um hæð handriða á veggsvölum. Opnunarbúnaður skal vera samþykktur af Brunamálastofnun. Brunamálastofnun gefur út nánari leiðbeiningar um framkvæmd þessarar málsgreinar.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 131. gr.:
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 147. gr.:
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 149. gr.:
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 180. gr.:
Byggingarhluti |
U-gildi (W/m²K) |
||||
Ti≥18°C |
18°C>Ti≥10°C |
||||
Þak |
0,20 |
0,30 |
|||
Útveggur |
0,40 |
0,40 |
|||
léttur, einangraður í grind |
0,30 |
0,40 |
|||
Gluggar (karmar, gler vegið meðaltal, k-gler) |
2,0 |
3,0 |
|||
Hurðir |
2,0 |
3,0 |
|||
Gólf |
|||||
á fyllingu |
0,30 |
0,40 |
|||
að óupphituðu rými |
0,30 |
0,40 |
|||
að útlofti |
0,20 |
0,40 |
|||
Útveggir, vegið meðaltal (veggfletir, gluggar |
0,85 |
engin krafa |
|||
og hurðir) |
|||||
(Ti þýðir hitastig inni.) |
|||||
Útreikningur U-gilda byggingarhluta skal gerður í samræmi við ÍST EN ISO 6946 og ÍST 66. |
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt 37. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 3. október 2008.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.