1. gr.
Grein 4.16 orðast svo:
4.16 |
Eldvarnarveggur: Veggur úr óbrennanlegum efnum, sbr. a lið 147. gr., sem stendur á sjálfstæðri undirstöðu og hefur a.m.k. 120 mínútna brunamótstöðu. |
2. gr.
Á eftir orðunum "einangrun slíkra lagna" í 40. gr. kemur: gaslögnum og tilheyrandi öryggisbúnaði.
3. gr.
2. málsl. gr. 62.1 orðast svo: Nýtingarhlutfall, sbr. gr. 4.27, skal vera í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 71. gr.:
a. |
Við gr. 71.2 bætist nýr málsliður svohljóðandi: Gámana skal staðsetja þannig að ekki sé hætta á að eldur geti borist frá þeim í aðliggjandi hús. |
b. |
Við bætist ný málsgrein svohljóðandi: |
71.5 |
Byggingarfulltrúa er heimilt að leyfa að frístundahús sé smíðað á lóð í iðnaðarhverfum enda sé þess gætt að staðsetning þess valdi ekki hættu á að eldur berist úr því í aðliggjandi hús. Ennfremur skal þess gætt að frístundahúsið torveldi ekki aðgengi slökkviliðs að aðliggjandi húsum. |
5. gr.
75. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Bil milli húsa.
75.1 |
Bil milli húsa skal vera nægjanlega mikið til að ekki sé hætta á að eldur nái að breiðast út á milli þeirra. |
75.2 |
Sé ekki sýnt fram á að annað sé nægjanlegt til að uppfylla 1. mgr. skulu fjarlægðir í eftirfarandi töflu notaðar fyrir hús með brunaálagi undir 500 MJ/m² gólfs og með utanhússklæðningu í flokki 1. Séu klæðningar í flokki 2 og enginn eldvarnarveggur á milli húsa skulu fjarlægðir auknar um 1 m fyrir hvort hús með klæðningu í flokki 2. |
Lágmarksfjarlægðir á milli húsa: |
Brunamótstaða |
REI 30 |
REI 60 |
REI 120-M |
REI 30 |
8 m |
7 m |
0 m |
REI 60 |
7 m |
6 m |
0 m |
REI 120-M |
0 m |
0 m |
0 m |
75.3 |
Minnka má lágmarksfjarlægð milli húsa skv. gr. 75.2 vegna þakskeggs eða annarra útkragandi byggingarhluta, þó aldrei meira en 0,5 m fyrir hvort hús. |
75.4 |
Brunamálastofnun skal gefa út leiðbeiningar um útreikning á bili milli húsa samkvæmt þessari grein. |
6. gr.
Grein 80.8 orðast svo:
80.8 |
Aðkoma að öðrum rýmum íbúðar en þvottaherbergi má ekki vera um baðherbergi eða salerni. |
7. gr.
Grein 81.4 orðast svo:
81.4 |
Hverri íbúð í fjölbýlishúsi skal fylgja sameiginleg geymsla fyrir barnavagna, reiðhjól og þess háttar. Stærð geymslunnar skal vera a.m.k. 2 m² á hverja íbúð. Geymslan má vera í tvennu lagi og aðgengi um sameign eða utanfrá. Aðgengi um bílageymslu er þó óheimil. |
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 84. gr.:
a. |
Tilvísunin "sbr. gr. 7.2.2." í 1. málsl. gr. 84.5 fellur niður. |
b. |
Í stað tilvísunarinnar "sbr. 8.5.2.1" í gr. 84.8 kemur: sbr. gr. 187.1 og 187.9. |
9. gr.
Við 87. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
87.4 |
Loftræsiherbergi skal vera brunahólf EI 60 með EI2 30-Sm hurðum. |
10. gr.
Við 101. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
101.4 |
Við breytingar á atvinnuhúsnæði, sem er allt að 4 hæðir, í íbúðarhúsnæði er heimilt að sleppa svölum. Á útvegg í hverri íbúð skal þá vera hurðarop með handriði í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar. Slíkt hurðarop skal gert á herbergi sem er brunahólf EI 60 með klæðningum í flokki 1 og hurð í flokki EI2 30-Sm. Í húsinu skal vera sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi tengt vaktstöð. |
11. gr.
Í stað 1. og 2. málsl. gr. 102.6 kemur einn málsliður svohljóðandi: Opnanlegir gluggar skulu vera rennigluggar eða hliðarhengdir gluggar og skal vera hægt að opna þá um 90% af fletinum.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 103. gr.:
a. |
Grein 103.4 orðast svo: |
103.4 |
Dyr á milli íbúðar og bílskúrs mega ekki opnast beint inn í meginrými eða inn í kyndiklefa, heldur í millirými, svo sem geymslu, þvottahús eða anddyri sem hefur hurð að íbúð. Hurð í bílskúrsveggnum skal vera a.m.k. EI2 30-CSm. |
b. |
3. málsliður gr. 103.10 orðast svo: Sé svefndeild ekki sérstakt brunahólf sbr. 153. gr. skal vera björgunarop í hverju svefnherbergi. |
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 104. gr.:
a. |
Við gr. 104.8 bætist nýr málsliður svohljóðandi: Hæðarskil skulu vera a.m.k. REI90. |
b. |
Grein 104.15 orðast svo: |
104.15 |
Í svalagangshúsum skal hámarksfjarlægð frá íbúðardyrum að stigahúsdyrum vera 15 metrar. Á húsum þar sem hæð upp í björgunarop frá jörðu er mest 10,8 m má auka þessa fjarlægð upp í 25 m enda sé hægt að reisa stiga slökkviliðs við enda svalagangsins fjærst stigahúsinu. Á svalagangshúsum skulu einnig vera svalir á öllum íbúðum á þeim hliðum hússins sem ekki hafa svalagang. Brunamálastofnun skal gefa út leiðbeiningar um frágang svalagangshúsa, m.a. um mögulega lokun á svalagangi og svölum. |
c. |
Grein 104.16 orðast svo: |
104.16 |
Veggklæðningar innanhúss mega vera í flokki 2 í húsum sem eru tvær hæðir eða lægri. Í hærri húsum skulu þær vera í flokki 1. |
14. gr.
Við gr. 109.6 bætist nýr málsliður svohljóðandi: Sé sett upp sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi sbr. 161. gr. má tvöfalda hámarksstærðir rýma samkvæmt gr. 109.5 og 109.6.
15. gr.
Grein 115.7 orðast svo:
115.7 |
Varðandi eldstæði og reykháfa vísast til 192. og 193. gr. |
16. gr.
Fyrirsögn 127. gr. breytist og verður: Formbreytingar og óvenjulegt álag.
17. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 130. gr.:
a. |
Hvarvetna í gr. 130.2 breytist mælieiningin "mm" í: μm. |
b. |
Grein 130.3 orðast svo: |
130.3 |
Ál sem nota á í byggingar utanhúss skal vera seltuþolið. Við hönnun skal taka tillit til þess að hætta er á tæringu áls þegar það er í snertingu við steypu eða eðlari málma og raki eða bleyta er til staðar. |
18. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 131. gr.:
a. |
Í stað orðanna "S 160 skv. ÍST 10" í b lið gr. 131.11 kemur: C16 skv. íslensku þolhönnunarstöðlunum, sbr. gr. 126.2. |
b. |
1. málsliður gr. 131.12 orðast svo: Ef steypu sem gerð er skv. gr. 131.11 er dælt á byggingarstað skal mæla loftinnihald eftir dælingu. |
c. |
Í stað orðsins "Leyfið" í 1. málslið gr. 131.13 kemur: Leyfi skv. gr. 131.11. |
19. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 132. gr.:
Grein 132.4 orðast svo:
132.4 |
Hæðaskil yfir kjallara skulu vera a.m.k. REI 60 B-s1d0. |
Á eftir orðunum "skulu vera" í gr. 132.8 kemur: a.m.k.
20. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 135. gr.:
a. |
Á eftir orðinu "veggflatar" í gr. 135.9 kemur: utanhúss. |
b. |
Grein 135.11. orðast svo: |
135.11 |
Brennanlega einangrun má ekki nota í léttbyggð þök eða óvarða ofan á loftplötu að þakrými. Nota má brennanlega einangrun ofan á steypta þakplötu utanhúss enda komi þakklæðning í flokki B(roof) (t2) ofan á einangrunina og óbrennanlegt farg þar ofan á. Brunamálastofnun skal gefa út leiðbeiningar um frágang einangrunar ofan á steypta plötu utanhúss. |
21. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 136. gr.:
Í stað orðanna "pappaþak (minnst 3 lög)" í gr. 136.3 kemur: pappaþak (minnst 2 lög).
Við gr. 136.3 bætist nýr málsliður svohljóðandi: Ef óskað er eftir að nota aðrar læstar málmklæðningar en að framan greinir skal sýna viðkomandi byggingarfulltrúa fram á þéttleika skeyta með prófunum eða á annan fullnægjandi hátt.
Í stað táknsins T í gr. 136.8 kemur eftirfarandi tákn: B(roof) (t2).
22. gr.
144. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Brunaprófanir.
144.1 |
Brunaflokkun vöru og byggingarhluta samkvæmt reglugerð þessari skal gerð í samræmi við ákvæði eftirfarandi staðla: ÍST EN 13501-1, ÍST EN 13501-2, ÍST EN 13501-3, ÍST EN 13501-4 og ÍST EN 13501-5. Þar sem í reglugerð þessari er vísað til brunaflokkunar og brunatákna skv. eldri stöðlum skal gerð krafa um sambærilega vöru eða byggingarhluta skv. flokkun gildandi staðla sbr. 145.-147. gr. |
23. gr.
145. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Brunatákn sem ber að nota.
145.1 |
Taka skal upp viðurkennd evrópsk brunatákn jafnóðum og þau öðlast samþykki hér á landi. |
|
145.2 |
Brunamótstaða byggingarhluta er skilgreind samkvæmt orðsendingu framkvæmdastjórnar EBE nr. 94/C 62/01. Þar er brunamótstaða uppgefin í mínútum miðað við staðlaða brunaáraun í samræmi við staðalinn ISO 834 eða prófun við raunbrunaaðstæður. Í reglugerð þessari er merking brunatákna eftirfarandi: |
|
a. |
Prófuð og viðurkennd brunamótstaða byggingarhluta: |
|
R er burðargeta í mínútum, t.d. R120. |
||
E er heilleiki (þéttleiki) í mínútum, t.d. E60. |
||
I er einangrun í mínútum, t.d. I30. |
||
I2 er einangrun á eldvarnarhurðum í mínútum. |
||
b. |
Viðbótartákn með tiltekinni merkingu: |
|
C táknar hurðir eða hlera með sjálfvirkum lokunarbúnaði, t.d. EI2 30-C. |
||
Sa eða Sm táknar byggingarhluta með sérútbúnað til að hindra útbreiðslu reyks og hita, t.d. eldvarnarhurð með þröskuldi: EI2 30-CSm. Sa táknar að miðað er við 20°C en Sm við 200°C hita. |
||
M táknar byggingarhluta sem skal þola nánar tilgreint aflfræðilegt aukaálag, t.d. högg. |
||
W táknar einangrunargildi og er ákvarðað á grundvelli geislunar. |
||
K táknar klæðningu sem nær að verja brennanlegt undirlag (19 mm spónaplötu) gegn skemmdum í 10 mín. |
||
145.3 |
Í reglugerð þessari er grunnflokkun byggingarefna (annarra en gólf- og þakefna) eftir viðbragði við eldi eftirfarandi: |
|
a. |
A1 táknar byggingarvörur sem ekki taka þátt í bruna. Undirflokkar ná ekki til þeirra. |
|
b. |
A2 táknar byggingarvörur sem taka nær engan þátt í bruna. Skal tengjast undirflokkum fyrir reyk (s) og brennandi dropa (d). |
|
c. |
B táknar byggingarvörur sem taka óverulegan þátt í bruna. Skal tengjast undirflokkum fyrir reyk (s) og brennandi dropa (d). |
|
d. |
C táknar byggingarvörur sem taka í takmörkuðum mæli þátt í bruna. Skal tengjast undirflokkum fyrir reyk (s) og brennandi dropa (d). |
|
e. |
D táknar byggingarvörur sem taka þátt í bruna með ásættanlegum hætti. Skal tengjast undirflokkum fyrir reyk (s) og brennandi dropa (d). |
|
f. |
E táknar byggingarvörur sem taka hlutfallslega mikinn þátt í bruna. Skal tengjast undirflokkum fyrir reyk (s) og brennandi dropa (d). |
|
g. |
F táknar að ekki sé staðfest að byggingarvaran uppfylli neinar flokkunarkröfur og geti því ekki tengst neinum undirflokki. |
|
h. |
Undirflokkun fyrir reykmyndun og brennandi dropa, sbr. b-f liði, er eftirfarandi: |
|
s1 hefur mjög takmarkaða reykmyndun. |
||
s2 hefur takmarkaða reykmyndun. |
||
s3 hefur enga takmörkun á reykmyndun. |
||
d0 myndar enga brennandi dropa eða agnir. |
||
d1 myndar óverulegt magn brennandi dropa eða agna. |
||
d2 hefur enga takmörkun á magni brennandi dropa eða agna. |
24. gr.
146. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Dæmi um algenga notkun brunatákna.
146.1 |
Berandi byggingarhluti: |
|
a. |
A-REI60, táknað B-s1,d0 skv. gildandi stöðlum, sbr. gr. 144.1: Kröfur um burðargetu, heilleika og einangrun skulu vera uppfylltar í a.m.k. 60 mínútur. |
|
b. |
RE60: Kröfur um burðargetu og heilleika skulu vera uppfylltar í a.m.k. 60 mínútur. |
|
c. |
R60: Kröfur um burðargetu skulu vera uppfylltar í a.m.k. 60 mínútur. |
|
146.2 |
Ekki berandi byggingarhluti: |
|
a. |
EI30, táknað EI 30 B-s1,d0 skv. gildandi stöðlum, sbr. gr. 144.1: Kröfur um heilleika og einangrun skulu vera uppfylltar í a.m.k. 30 mínútur. |
|
b. |
E30: Kröfur um heilleika skulu vera uppfylltar í a.m.k. 30 mínútur. |
|
c. |
EI-CS30, táknað EI2 30-CSm skv. gildandi stöðlum sbr. gr. 144.1: Brunahólfandi hurð þar sem kröfur um heilleika og einangrun skulu vera uppfylltar í a.m.k. 30 mínútur. Ráðstafanir gerðar til reykþéttingar og sjálfvirkur lokunarbúnaður. |
25. gr.
147. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Byggingarefni.
147.1 |
Brunamálastofnun eða annar viðurkenndur aðili úrskurðar um brunaflokkun byggingarefna sem skal byggja á viðurkenndum stöðlum. |
|
a. |
Óbrennanlegt byggingarefni skal a.m.k. uppfylla ákvæði ÍST EN 13501-1 um flokkunina A2-s1,d0. |
|
b. |
A-efni: Byggingarefni sem er illbrennanlegt og breiðir ekki út eld. Það skal a.m.k. uppfylla ákvæði ÍST EN 13501-1 um flokkunina B-s1,d0. |
|
c. |
B-efni: Byggingarefni sem erfiðlega kviknar í, breiðir hægt út eld og myndar takmarkaðan reyk við bruna. Það skal uppfylla ákvæði ÍST EN 13501-1 um flokkunina D-s1,d0. |
|
d. |
Eldnæmt byggingarefni: Byggingarefni sem ekki nær að uppfylla kröfur til flokks D-s1,d0 og má ekki nota óvarið í byggingar. |
26. gr.
148. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Klæðning í flokki 1.
148.1 |
Klæðning í flokki 1 skal uppfylla skilyrði ÍST EN 13501-1 um flokkunina K10 B-s1,d0. Þau eru helst: |
|
a. |
Klæðningin í heild sinni eða ysta yfirborð hennar skal a.m.k. hafa sömu brunaeiginleika og byggingarefni í flokki B-s1,d0, sbr. b. lið gr. 147.1. |
|
b. |
Klæðningin skal vera nægilega þykk til að hindra íkviknun í brennanlegu efni á bak við klæðninguna í a.m.k. 10 mínútur. |
|
148.2 |
Brunamálastofnun ríkisins setur nánari reglur eða skilyrði um lágmarksþykkt klæðningar í flokki 1 með hliðsjón af brunaeiginleikum undirlags og því hvort holrúm er á bak við klæðninguna. |
27. gr.
149. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Klæðning í flokki 2.
149.1 |
Klæðning í flokki 2 skal uppfylla skilyrði ÍST EN 13501-1 um flokkunina K10 D-s1,d0. Þau eru helst: |
|
a. |
Klæðningin í heild sinni eða ysta yfirborð hennar skal hafa sömu brunaeiginleika og byggingarefni í flokki D-s1,d0, sbr. c. lið gr. 147.1. |
|
b. |
Klæðningin skal vera nægilega þykk til að hindra íkviknun í brennanlegu efni á bak við klæðninguna í a.m.k. 10 mínútur. |
|
149.2 |
Brunamálastofnun setur nánari reglur eða skilyrði um lágmarksþykkt klæðningar í flokki 2 með hliðsjón af brunaeiginleikum undirlags og því hvort holrúm er á bak við klæðninguna. |
28. gr.
150. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Eldtreg gólfefni, G.
150.1 |
Gólfefni flokkast í eftirfarandi flokka samkvæmt ÍST EN 13501-1: A1fl, A2fl, Bfl, Cfl, Dfl, Efl, Ffl. Flokkarnir A1fl, Efl, og Ffl tengjast ekki undirflokki en A2fl, Bfl, Cfl, og Dfl tengjast undirflokkum s1 og s2 fyrir reyk, sbr. h-lið gr. 145.3. Gólfefni skulu flokkast a.m.k. sem Dfl-s1. Brunamálastofnun setur nánari reglur eða skilyrði um fyrirkomulag og frágang gólfefna. |
29. gr.
151. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Eldhindrandi þakklæðning.
151.1 |
Þakklæðning skal flokkast a.m.k. sem B(roof) (t2) samkvæmt ÍST EN 13501-5. Brunamálastofnun setur nánari leiðbeiningar um fyrirkomulag og frágang þakklæðninga. |
30. gr.
160. gr. ásamt fyrirsögn orðast svo:
Neyðarlýsing og útljós.
160.1 |
Hönnun neyðarlýsingar og útljósa, þar sem slíks er krafist, skal vera í samræmi við ÍST EN 1838, ÍST EN 50171, ÍST EN 50172 og leiðbeiningar sem Brunamálastofnun skal gefa út eða vísar til og eftirfarandi reglur: |
|
a. |
Útljós skal setja yfir eða við útgöngudyr til að leiðbeina fólki að þeim. Auk þess skal koma fyrir útljósum á öðrum stöðum þannig að þau séu sýnileg frá hvaða stað sem er í sölum eða flóttaleiðum og rata megi með hjálp þeirra einna út undir bert loft á jörð niður eða til öruggs staðar innanhúss, hvort sem um er að ræða aðal- eða neyðarútganga. Útljós skulu vera græn að lit með hvítu merki eða hvít með grænu merki, auk leiðbeininga eftir því sem við á, sbr. reglur um öryggis- og heilbrigðismerkingar á vinnustöðum. Þau skulu vera sílogandi. |
|
b. |
Varastraumgjafar skulu vera vararafstöðvar eða rafhlöður sem taka sjálfvirkt við ef aðalstraumgjafi bilar. |
31. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 164. gr.:
a. |
Grein 164.1 orðast svo: |
164.1 |
Slöngukefli skulu vera í samræmi við ÍST EN 671-1. |
b. |
Orðin "ríkisins og gerð búnaðarins skal öðlast viðurkenningu stofnunarinnar" í e. lið gr. 164.2 falla niður. |
32. gr.
Grein 187.17 orðast svo:
187.17 |
Loftrásir, ætlaðar til að flytja eim frá steikingarstöðum og öðrum slíkum stöðum þar sem matseld fer fram á svipaðan hátt, skulu vera með heilsoðnum samsetningum og ganga órofnar upp fyrir þak eða beint út um útvegg þar sem slíkt þykir henta. Þær skulu vera E 30 B-s1,d0 og þannig gerðar að auðvelt sé að hreinsa þær. Þær skulu hafa viðeigandi eldvarnarbúnað og fitugildrur í samræmi við leiðbeiningar Brunamálastofnunar. |
33. gr.
Orðin "ríkisins og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins" í gr. 192.6 falla niður.
34. gr.
Orðin "ríkisins og Rb blaðs" í gr. 193.6 falla niður.
35. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 201. gr.:
Á eftir orðunum "eldsvoða" í gr. 201.14 kemur: sbr. þó gr. 201.15.
Við 201. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi:
201.15 |
Brunavarnarlyfta sem slökkvilið getur nýtt við björgun og ætluð er sem flóttaleið skal gerð samkvæmt ákvæðum ÍST EN 81-72 um brunavarnarlyftur. Slík lyfta skal ætíð hafa minnst tvo óháða straumgjafa. |
36. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 202. gr.:
a. |
Orðin "fyrir fjölmenni" í gr. 202.5 falla niður. |
b. |
Við gr. 202.10 bætist nýr málsliður svohljóðandi: Samfelldur handlisti skal staðsettur í 0,8-0,9 m hæð. |
37. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 207. gr.:
a. |
Fyrirsögn breytist og verður: Gangur og stigi í flóttaleið. |
b. |
Tvær nýjar málsgreinar bætast við svohljóðandi: |
207.4 |
Frí breidd stiga í flóttaleið skal vera a.m.k. 1,3 m eða jafnbreið gangi sem að stiganum liggur sbr. gr. 207.2. Þegar hús er búið lyftu samkvæmt gr. 201.15 má þó minnsta breidd hans vera 0,9 m mælt milli handriða. |
207.5 |
Hringstiga má ekki nota í flóttaleið sem er ætluð fyrir fleiri en 50 manns né fyrir meira en 4 hæðir. |
38. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 208. gr.:
a. |
Við gr. 208.2 bætist nýr málsliður svohljóðandi: Í stórum rýmum sem rúma yfir 150 manns skal slíkur búnaður vera í samræmi við ÍST EN 179 og ÍST EN 1125. |
b. |
Við gr. 208.3 bætist nýr málsliður svohljóðandi: Brunamálastofnun skal gefa út leiðbeiningar um rafdrifnar rennihurðir í flóttaleiðum. |
39. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 37. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 21. desember 2006.
Jónína Bjartmarz.
Magnús Jóhannesson.