Umhverfisráðuneyti

354/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 155/2000, um öryggislok og áþreifanlega viðvörun. - Brottfallin

1. gr.

Nýr viðauki kemur í stað viðauka reglugerðarinnar, sbr. fylgiskjal við reglugerð þessa.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, ásamt síðari breytingum, svo og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Höfð er hliðsjón af VI. viðauka tilskipunar 2000/32/EB.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.


Umhverfisráðuneytinu, 6. maí 2002.

F. h. r.
Ingimar Sigurðsson.
Sigurbjörg Sæmundsdóttir.



Fylgiskjal.
VIÐAUKI

A-hluti.
Staðlar fyrir umbúðir búnar öryggislokum:

1. Endurlokanlegar umbúðir

Endurlokanlegar umbúðir búnar öryggislokum sem börn geta ekki opnað, skulu vera í samræmi við ISO-staðal 8317 (útgáfa frá 1. júlí 1989) um "Umbúðir sem eru þannig að börn geti ekki opnað þær - Kröfur og aðferðir við prófun á endurlokanlegum umbúðum" samþykkt af Alþjóðlegu staðlasamtökunum (ISO).

2. Umbúðir sem eru ekki endurlokanlegar

Umbúðir, sem eru ekki endurlokanlegar, búnar öryggislokum sem börn geta ekki opnað, skulu vera í samræmi við CEN-staðal EN 862 (útgáfa frá mars 1997) um "Umbúðir sem eru þannig að börn geti ekki opnað þær – Kröfur og aðferðir við prófun á umbúðum sem eru ekki endurlokanlegar", samþykkt af Staðlasamtökum Evrópu (CEN).

Einungis rannsóknarstofur sem fylgja staðli númer ÍST EN 45 000 geta vottað að ofangreindum stöðlum sé fylgt.


Sérstök tilvik:
Ekki þarf að framkvæma ofangreinda prófun ef augljóst er að umbúðirnar eru þannig að börn geti ekki komist í innihaldið án þess að nota til þess áhald.
Í öðrum tilvikum, þegar gildar ástæður eru til að draga í efa að um barnhelt öryggislok sé að ræða, geta eftirlitsaðilar farið þess á leit við þann sem er ábyrgur fyrir dreifingu efnisins eða vörunnar að hann leggi fram vottorð frá rannsóknarstofu eins og lýst er hér að ofan, sem annaðhvort staðfestir:
- að lokið sé þannig að ekki sé nauðsynlegt að prófa það í samræmi við ofangreindan ISO-staðal, eða
- að lokið hafi verið prófað og reynst vera í samræmi við ofangreindan staðal.


B-hluti.

Áþreifanleg viðvörun um hættu er upphleyptur þríhyrningur og skal útfærslan samræmast staðli númer ÍST EN ISO 11683:1997 (útgáfa frá 20. apríl 1997) um áþreifanlega viðvörun um hættu.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica