Umhverfisráðuneyti

273/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 157/1993 um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 3. gr. orðist svo:

Telji sýslumaður að veðrátta hafi hamlað sinubrennu fyrir 1. maí getur hann að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið veitt leyfishöfum sbr. 4. gr. heimild til að brenna sinu til 15. maí. Telji sýslumaður að snjóalög hafi hamlað sinubrennu fyrir 1. maí getur hann að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið veitt leyfishöfum heimild til að brenna sinu síðar enda fari sinubrenna fram strax og snjóa leysir og þess skal sérstaklega gætt að hreiðurgerð sé ekki hafin á svæðinu. Sækja þarf um undanþágur til sýslumanns hverju sinni og skal hann halda sérstaka skrá yfir veitt leyfi.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 4. gr. laga nr. 61/1992 um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi öðlast gildi þegar í stað.

Umhverfisráðuneytið, 18. maí 1994.

Össur Skarphéðinsson.

Ingimar Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica