1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 5. tölul. X. kafla II viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans.
2. gr.
Eftirfarandi EB gerð öðlast því gildi hér á landi, sbr. 1. gr.:
Tilskipun ráðsins 84/539/EBE frá 17. september 1984 um samræmingu laga aðildarríkjanna um rafmagnslækningatæki fyrir menn og dýr.
3. gr.
EB-gerðin sem vísað er til í 1. og 2. gr., er birt í sérriti, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 31/1993.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 60/1979 um Rafmagnseftirlit ríkisins, öðlast þegar gildi.
Iðnaðarráðuneytið, 28. febrúar 1994.
F. h. r.
Þorkell Helgason.
Sveinn Þorgrímsson.