Innviðaráðuneyti

1364/2024

Reglugerð um (24.) breytingu á reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:

  52) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/996 frá 3. apríl 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á A-vítamíni, alfaarbútíni og arbútíni og tilteknum efnum með hugsanlega innkirtlatruflandi eiginleika í snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 209/2024, 23. september 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 83 frá 14. nóvember 2024, bls. 772-779.
  53) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/858 frá 14. mars 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á nanó­efnunum stýren-/akrýlatsamfjölliðu, natríumstýren-/akrýlatsamfjölliðu, kopar, kopar sem myndar sviflausn, hýdroxýapatíti, gulli, gulli sem myndar sviflausn, gullþíóetýlamínó­hýalúrónsýru, asetýlheptapeptíð-9-gulli sem myndar sviflausn, platínu, platínu sem myndar sviflausn, asetýltetrapeptíð-17-platínu sem myndar sviflausn og silfri sem myndar sviflausn í snyrtivörur, sem vísað er til í tölulið 1a, XVI. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2024, 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls. 555-559.

 

2. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirtöldum EES-gerðum:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/996 frá 3. apríl 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á A-vítamíni, alfaarbútíni og arbútíni og tilteknum efnum með hugsanlega innkirtlatruflandi eiginleika í snyrtivörur.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/858 frá 14. mars 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1223/2009 að því er varðar notkun á nanó­efnunum stýren-/akrýlatsamfjölliðu, natríumstýren-/akrýlatsamfjölliðu, kopar, kopar sem myndar sviflausn, hýdroxýapatíti, gulli, gulli sem myndar sviflausn, gullþíóetýl­amínó­hýalúrónsýru, asetýlheptapeptíð-9-gulli sem myndar sviflausn, platínu, platínu sem myndar sviflausn, asetýltetrapeptíð-17-platínu sem myndar sviflausn og silfri sem myndar sviflausn í snyrtivörur.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga, nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 27. nóvember 2024.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Stefán Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica