Innviðaráðuneyti

1194/2024

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2013 um reykköfun.

1. gr.

2. málsl. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Slökkvilið skal skrá upplýsingar um slys eða óhöpp skv. 1. málsl. þá þegar.

 

2. gr.

1. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Brunamálaskólinn starfrækir nám í reykköfun fyrir slökkviliðsmenn í samræmi við ákvæði reglu­gerðar nr. 1246/2022 um Brunamálaskólann.

 

3. gr.

1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Slökkviliðsstjóri skal skrá rafrænt í brunagátt upplýsingar um þá slökkviliðsmenn sem uppfylla skilyrði 11. gr. og eru skráðir reykkafarar.

 

4. gr.

Á eftir 1. málsl. 2. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar kemur nýr málsliður sem orðast svo: Læknis­skoðun og próf í þoli og líkamsstyrk má fara fram allt að 45 dögum áður en gildistími læknis­skoðunar rennur út.

 

5. gr.

Orðin "eða sinna öðrum störfum á vettvangi sem trufla hlutverk hans sem stjórnandi reyk­köfunar" í 2. mgr. 17. gr. reglugerðarinnar falla brott.

 

6. gr.

Ákvæði til bráðabirgða fellur brott.

 

7. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 17. og 39. gr. laga nr. 75/2000, um brunavarnir, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 11. október 2024.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Aðalsteinn Þorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica