1. gr.
Einn stafliður bætist við 33. gr. a. reglugerðarinnar, svohljóðandi:
2. gr.
Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtalinni gerð:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2917 frá 20. október 2023 um sannprófunarstörf, faggildingu sannprófenda og samþykki stjórnsýsluyfirvalda fyrir vöktunaráætlunum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun gróðurhúsalofttegunda frá sjóflutningum og um niðurfellingu á framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/2072.
3. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og öðlast gildi við birtingu.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 11. júní 2024.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.