Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

522/2024

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

1. gr.

c-liður 16. gr. a reglugerðarinnar orðast svo:

  1. Skipafélaga sem ekki eru skráð í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu og stunda engar sjóferðir sem falla undir gildissvið laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir á næstliðnum fjórum vöktunarárum, það aðildarríki þar sem skip félagsins hóf eða lauk fyrstu sjóferð sinni sem fellur undir gildissvið viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir.

 

2. gr.

Eftirfarandi stafliður bætist við 31. gr. reglugerðarinnar:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2122 frá 17. október 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2066 að því er varðar uppfærslu á vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf um losunina samkvæmt tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölulið 21apj í XX. viðauka samn­ingsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 340/2023 frá 8. desember 2023. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34 frá 25. apríl 2024, bls. 82-121.

 

3. gr.

Eftirfarandi stafliður bætist við 32. gr. reglugerðarinnar:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2537 frá 15. september 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/856 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar starfsemi nýsköpunarsjóðsins, sem vísað er til í tölu­lið 21alk í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 337/2023 frá 8. desember 2023. Reglu­gerðin er birt í fylgiskjali við reglugerð þessa.

 

4. gr.

1. málsl. 1. mgr. 34. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 5. gr., 6. mgr. 9. gr., 7. mgr. 10. gr., 4. mgr. 11. gr., 22. gr. og 23. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.

 

5. gr.

Innleiðing.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi gerðum:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2122 frá 17. október 2023 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/2066 að því er varðar uppfærslu á vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf um losunina samkvæmt tilskipun Evrópu­þingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í tölulið 21apj í XX. viðauka samn­ings­ins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 340/2023 frá 8. desember 2023.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/2537 frá 15. september 2023 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/856 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB að því er varðar starfsemi nýsköpunarsjóðsins, sem vísað er til í tölulið 21alk í XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 337/2023 frá 8. desember 2023.

 

6. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 11. gr., 22. gr. og 23. gr. laga nr. 96/2023 um viðskipta­kerfi ESB með losunarheimildir og öðlast gildi við birtingu.

 

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 29. apríl 2024.

 

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

 

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica