1298/2023
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir.
1. gr.
Einn stafliður bætist við 33. gr. reglugerðarinnar svohljóðandi:
- Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2023/838 frá 23. mars 2023 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 að því er varðar uppfærslu á skránni yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB, sem vísað er til í lið 21as í XX. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 295/2023 frá 27. október 2023. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti nr. 83, 16. nóvember 2023, bls. 526-676.
2. gr.
Innleiðing.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirtalinni gerð:
- Reglugerð framkvæmdastjórnar (ESB) 2023/838 frá 23. mars 2023 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 748/2009 að því er varðar uppfærslu á skránni yfir umráðendur loftfara sem stunduðu flugstarfsemi sem tilgreind er í I. viðauka við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB.
3. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 4. mgr. 16. gr. laga nr. 70/2012 um loftslagsmál.
Reglugerð þessi tekur þegar gildi.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 23. nóvember 2023.
Guðlaugur Þór Þórðarson.