1. gr.
Ákvæði 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Til að greiða fyrir söfnun, endurnotkun og endurnýtingu umbúða og umbúðaúrgangs, þar með talið endurvinnslu, er heimilt að tilgreina úr hverju umbúðaefnið/-efnin eru gerð til að hægt sé að greina þau og flokka. Skulu merkingar þá vera í samræmi við auðkenningarkerfi í viðauka II. Ekki er heimilt að nota önnur auðkenningarkerfi.
Ef notað er auðkenningarkerfi umbúða, sbr. viðauka II, skal auðkenna plast með tölunum 1-19, 20-39 fyrir pappír og pappa, 40-49 fyrir málma, 50-59 fyrir við, 60-69 fyrir textílefni, 70-79 fyrir gler og 80-99 fyrir samsett efni. Í auðkenningarkerfinu má einnig nota viðurkenndar skammstafanir fyrir viðeigandi efni innan hvers flokks fyrir sig og aðeins skal nota hástafi í þeim tilvikum. Umbúðirnar skulu merktar á viðeigandi hátt, annaðhvort á umbúðirnar sjálfar eða á merkimiða sem á þær er festur. Merkingarnar skulu vera augsýnilegar og auðlæsilegar. Merkingarnar á umbúðunum skulu vera endingargóðar og greinilegar eftir að umbúðirnar eru opnaðar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í aa. lið 43. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 15. nóvember 2018.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.