1. gr.
4. málsl. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Skilagjald skal nema 14,41 kr. án virðisaukaskatts á hverja umbúðaeiningu.
2. gr.
3. málsl. og 4. málsl. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Skal endurgreiðslan þannig nema samtals 14,41 kr. án virðisaukaskatts á hverja umbúðaeiningu. Þó skulu líða 60 dagar frá hækkun álagðs skilagjalds þar til Endurvinnslan hf. hækkar endurgreiðslu til neytenda fyrir sérhverjar umbúðir, sem skilað verður, úr 15,00 kr. í 16,00 kr. með virðisaukaskatti.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 4. gr. laga um nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, öðlast gildi 1. janúar 2015.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 22. desember 2014.
F. h. r.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Jón Geir Pétursson.