1. gr.
Í stað orðsins "Iðntæknistofnun" í 2. mgr. 5. gr. kemur: Nýsköpunarmiðstöð.
2. gr.
18. gr. ásamt fyrirsögn orðist svo:
Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
Með vísan til meginmáls samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í tölul. 2 í I. kafla XX. viðauka, ásamt viðbótum, breytingum og bókunum, auk annarra ákvæða hans, er hér með auglýst gildistaka ákvarðana um vistfræðilegar viðmiðanir er veita á umhverfismerki ESB, Blómið, fyrir tiltekna framleiðsluflokka og þjónustu og sem liggja frammi hjá Umhverfisstofnun og finna má á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is.
Umhverfisstofnun er heimilt að veita leyfi til að nota umhverfismerki ESB, Blómið, vegna vöru og þjónustu sem uppfyllir viðmiðunarreglur sem settar hafa verið um notkun merkisins. Umhverfisstofnun fer með umsýslu, framkvæmd og eftirlit framangreindra gerða samkvæmt ákvæði þessu.
3. gr.
26. gr. orðast svo ásamt fyrirsögn:
Innleiðing tiltekinna gerða Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 5. mars 2014.
F. h. r.
Hugi Ólafsson.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.