Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

235/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 525/2006 um umhverfismerki. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Í stað orðsins "Iðntæknistofnun" í 2. mgr. 5. gr. kemur: Nýsköpunarmiðstöð.

2. gr.

18. gr. ásamt fyrirsögn orðist svo:

Gildistaka tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 66/2010 frá 25. nóvember 2009 um umhverfismerki ESB sem vísað er til í tölul. 2a í I. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 200/2012, þann 26. október 2012 öðlast gildi hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 67 frá 29. nóvember 2012, bls. 177-184.
  2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/709/ESB frá 22. nóvember 2010 um að koma á fót umhverfismerkinganefnd Evrópusambandsins, sem vísað er til í tölul. 2ad í I. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 201/2012, þann 26. október 2012 öðlast gildi hér á landi, sbr. EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 6 frá 24. janúar 2013, bls. 19-21.

Með vísan til meginmáls samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í tölul. 2 í I. kafla XX. viðauka, ásamt viðbótum, breytingum og bókunum, auk annarra ákvæða hans, er hér með auglýst gildistaka ákvarðana um vistfræðilegar viðmiðanir er veita á umhverfismerki ESB, Blómið, fyrir tiltekna framleiðsluflokka og þjónustu og sem liggja frammi hjá Umhverfisstofnun og finna má á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is.

Umhverfisstofnun er heimilt að veita leyfi til að nota umhverfismerki ESB, Blómið, vegna vöru og þjónustu sem uppfyllir viðmiðunarreglur sem settar hafa verið um notkun merkisins. Umhverfisstofnun fer með umsýslu, framkvæmd og eftirlit framangreindra gerða samkvæmt ákvæði þessu.

3. gr.

26. gr. orðast svo ásamt fyrirsögn:

Innleiðing tiltekinna gerða Evrópusambandsins.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

  1. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) frá 25. nóvember 2009 nr. 66/2010 um umhverfismerki ESB.
  2. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/709/ESB um að koma á fót umhverfis­merkinganefnd Evrópusambandsins.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. tölul. 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 5. mars 2014.

F. h. r.

Hugi Ólafsson.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica