Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

290/2013

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 255/2002 um takmörkun á útstreymi rokgjarnra lífrænna efna vegna notkunar á lífrænum leysiefnum í tiltekinni starfsemi. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr.:

a) 1. mgr. 7. gr. orðist svo:

7.1. Leysiefni sem flokkuð eru sem krabbameinsvaldar, stökkbreytivaldar eða æxlunar­skaðvaldar, og sem úthlutað hefur verið eða bera hættusetningarnar H45, H46, H49, H60 eða H61, eða setningarnar H340, H350, H350i, H360D eða H360F samkvæmt reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna, skal taka úr notkun svo fljótt sem auðið er, og nota í stað þeirra önnur efni eða efnablöndur sem eru ekki jafn skað­leg.

b) 3. mgr. 7. gr. orðist svo:

7.3. Fyrir losun á halógenuðum, rokgjörnum lífrænum efnasamböndum, sem eru merkt með hættusetningunum H40 eða H68, þar sem samanlagt massaflæði þeirra efna­sambanda, sem gefa tilefni til þess að merkt er með hættusetningunni H40 eða H68, er jafnt og eða meira en 100 g/klst., skulu losunarmörk vera 20 mg/Nm³. Losunarmörk vísa til massasummu einstakra efnasambanda.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/112/EB frá 16. desember 2008 um breytingu á tilskipunum ráðsins 76/768/EBE, 88/378/EBE, 1999/13/EB og tilskipunum 2000/53/EB, 2002/96/EB og 2004/42/EB Evrópuþingsins og ráðsins í því skyni að aðlaga þær að reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og blandna, sem vísað er til m.a. í 1. tölulið í XVII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2012, þann 15. júní 2012.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og meng­unar­varnir og lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 2. apríl 2013.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica