1. gr.
2. mgr. 3. gr. orðist svo:
Óheimilt er að framleiða, flytja inn, selja eða dreifa snyrtivörum sem innihalda efni sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, stökkbreytivaldandi eða skaðlegt æxlun í undirflokki 1A, 1B eða 2, samkvæmt reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna. Þó má nota efni sem flokkast í undirflokk 2 hafi það verið metið öruggt til notkunar í snyrtivörum af vísindanefnd Evrópusambandsins um öryggi neytenda (SCCS).
2. gr.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/112/EB frá 16. desember 2008 um breytingu á tilskipunum ráðsins 76/768/EBE, 88/378/EBE, 1999/13/EB og tilskipunum 2000/53/EB, 2002/96/EB og 2004/42/EB Evrópuþingsins og ráðsins í því skyni að aðlaga þær að reglugerð (EB) Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og blandna, sem vísað er til m.a. í 1. tölulið í XVI. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2012, þann 15. júní 2012.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. A laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni, með síðari breytingum.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 11. apríl 2013.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.