1. gr.
Lögbært yfirvald.
Umhverfisstofnun gegnir hlutverki lögbærs yfirvalds sbr. 43. gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008, um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, sbr. 1. mgr. 6. gr.
2. gr.
Upplýsingar til eitrunarmiðstöðvar.
Eitrunarmiðstöð Landspítala skal taka við upplýsingum frá innflytjendum og eftirnotendum um efnablöndur í samræmi við 45. gr. reglugerðar (EB) nr. 1272/2008, sbr. 1. mgr. 6. gr.
3. gr.
Merkingar á umbúðum.
Merkingar á umbúðum efna og efnablandna skulu vera á íslensku.
Þó mega merkingar innfluttra vara bera upprunalegar merkingar á ensku, dönsku, norsku eða sænsku ef:
a) |
rúmmál innfluttrar vörutegundar er undir 125 ml og fellur undir lið 1.5.2.1. í I. viðauka í reglugerð (EB) nr. 1272/2008, sbr. 1. mgr. 6. gr. eða |
|
b) |
vara er eingöngu ætluð til notkunar á rannsóknastofum, við raungreinakennslu í skólum eða öðrum hliðstæðum tilgangi þar sem ætla má að notendur vöru skilji erlendar merkingar. |
4. gr.
Eftirlit.
Um eftirlit með reglugerð þessari fer samkvæmt 9. og 10. gr. laga nr. 45/2008 um efni og efnablöndur.
5. gr.
Viðurlög.
Um brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar fer samkvæmt 12. gr. laga nr. 45/2008 um efni og efnablöndur.
6. gr.
Innleiðing EES-gerða.
Eftirfarandi gerðir gilda hér á landi:
a) |
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 frá 16. desember 2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna, sem breytir og kemur í stað tilskipana 67/548/EBE og 1999/45/EB, og breytir reglugerð (EB) nr. 1907/2006, sem vísað er til í tölulið 12zze, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 106/2012, 15. júní 2012, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af reglugerð þessari, II. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 52 frá 20. september 2012, 2012/EES/52/01, bls. 1-1355. |
|
b) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 790/2009 frá 10. ágúst 2009 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna í því skyni að laga reglugerðina að tæknilegum og vísindalegum framförum, sem vísað er til í tölulið 12zze, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2012, 15. júní 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 38 frá 5. júlí 2012, 2012/EES/38/09, bls. 102-540. |
|
c) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 286/2011 frá 10. mars 2011 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og pökkun efna og blandna í því skyni að laga hana að tækniframförum, sem vísað er til í tölulið 12zze, XV. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 107/2012, 15. júní 2012. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 59 frá 18. október 2012, 2012/EES/59/38, bls. 527-579. |
7. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 6. mgr. 5. gr. a og 3. mgr. 6. gr. a laga nr. 45/2008 um efni og efnablöndur.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 23. október 2012.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.