1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 2. viðauka:
Nýtt efni með EB-tilvísunarnúmer 1372 bætist við, sbr. fylgiskjal I sem birt er með reglugerð þessari.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. viðauka A:
a) |
Ný efni með EB-tilvísunarnúmer 215-252 bætast við viðaukann, sbr. fylgiskjal II sem birt er með reglugerð þessari. |
|
b) |
Færslur fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 12 og 201 breytast, sbr. fylgiskjal III sem birt er með reglugerð þessari. |
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. viðauka B:
Færslur fyrir efni með EB-tilvísunarnúmer 3-6, 10-12, 16, 19-22, 25, 27, 31-39, 44, 48, 50, 55 og 56 falla brott.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 17. gr. A laga nr. 52/1988, um eiturefni og hættuleg efni.
Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á eftirfarandi tilskipunum um breytingar á tilskipun 76/768/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna um snyrtivörur:
a) |
Tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2011/59/ESB frá 13. maí 2011 um breytingu, í því skyni að aðlaga að tækniframförum, á II. og III. viðauka við tilskipun ráðsins 76/768/EBE um snyrtivörur, sem vísað er til í tl.1, XVI. kafla, viðauka II samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 15/2012, þann 11. febrúar 2012. |
|
b) |
Tilskipun ráðsins nr. 2011/84/ESB frá 20. september 2011 um breytingu á tilskipun 76/768/EBE um snyrtivörur í því skyni að aðlaga viðauka III að tækniframförum. |
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 11. apríl 2012.
F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)