I. KAFLI
Gildissvið, markmið og skilgreiningar.
1. gr.
Gildissvið og markmið.
Reglugerð þessi gildir um geymslu koldíoxíðs í jörðu á yfirráðasvæði Íslands, þar með talinni landhelgi þess, efnahagslögsögu og landgrunni.
Markmið reglugerðar þessarar er að tryggja örugga geymslu koldíoxíðs í jörðu með tilliti til umhverfis í því skyni að fyrirbyggja neikvæð áhrif og áhættu fyrir umhverfi og heilbrigði manna. Ef það er ekki unnt skal eyða þeim neikvæðu áhrifum eftir fremsta megni.
Geymsla koldíoxíðs í vatnssúlu er óheimil.
Ákvæði þessarar reglugerðar taka ekki til geymslu á koldíoxíði í jörðu, í rannsóknarferlum, þróunarferlum eða til prófunar á nýrri framleiðsluvöru og nýjum vinnsluferlum, ef fyrirhuguð heildargeymsla er minni en 100 kílótonn.
2. gr.
Skilgreiningar.
Í reglugerð þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
II. KAFLI
Val á geymslusvæðum og könnunarleyfi.
3. gr.
Val á geymslusvæðum.
Við val á geymslusvæði er nothæfi jarðmyndunar ákvarðað með lýsingu og mati á hugsanlegum geymslugeymi og nærliggjandi svæði samkvæmt viðmiðunum sem tilgreind eru í viðauka I.
Jarðmyndanir skulu aðeins valdar sem geymslusvæði ef engin umtalsverð hætta er á leka við fyrirhuguð notkunarskilyrði og engin umtalsverð umhverfis- og heilbrigðisáhætta er fyrir hendi.
4. gr.
Könnunarleyfi.
Gerist þörf á könnun við val á geymslusvæði skv. 3. gr., í því skyni að afla nauðsynlegra upplýsinga, skal Umhverfisstofnun tryggja að könnun fari ekki fram án könnunarleyfis. Eftir því sem við á er unnt að kveða á um vöktun niðurdælingaprófana í könnunarleyfi.
Umsóknir um könnunarleyfi skulu opnar öllum aðilum sem búa yfir nauðsynlegri getu og leyfi skal veitt eða synjað um það á grundvelli hlutlægra viðmiðana sem Umhverfisstofnun birtir og sem eru án mismununar.
Gildistími leyfis skal ekki vera lengri en sem nemur þeim tíma sem nauðsynlegur er til að framkvæma þá könnun sem leyfi er veitt fyrir. Umhverfisstofnun er heimilt að framlengja gildistíma leyfis ef tilgreindur gildistími er ekki nógu langur til að ljúka könnuninni sem um ræðir og ef könnunin hefur verið framkvæmd í samræmi við leyfið. Könnunarleyfi skulu veitt fyrir takmarkað rúmmál svæðis.
Handhafi könnunarleyfis skal hafa einkarétt til könnunar á hugsanlegum geymslugeymi koldíoxíðs. Ósamrýmanleg not af geymslugeymi eru óheimil á gildistíma könnunarleyfis.
III. KAFLI
Starfsleyfi til geymslu.
5. gr.
Starfsleyfi til geymslu.
Geymslusvæði skulu ekki rekin án starfsleyfis til geymslu og aðeins einn rekstraraðili skal starfa á hverju geymslusvæði. Ósamrýmanleg not af svæðinu eru ekki heimiluð.
Umsóknir um starfsleyfi til geymslu skulu opnar öllum aðilum, sem búa yfir nauðsynlegri getu. Starfsleyfi til geymslu skulu veitt á grundvelli hlutlægra og gagnsærra viðmiðana sem Umhverfisstofnun birtir.
Með fyrirvara um kröfur þessarar reglugerðar skal handhafi könnunarleyfis fyrir tiltekið svæði hafa forgangsrétt til starfsleyfis til geymslu á því svæði, að því tilskildu að könnun á svæðinu sé lokið, að öll skilyrði könnunarleyfis séu uppfyllt og að sótt sé um starfsleyfi til geymslu á gildistíma könnunarleyfis. Ósamrýmanleg not af geymslugeymi skulu ekki heimiluð á gildistíma leyfisins.
6. gr.
Umsókn um starfsleyfi til geymslu.
Í umsókn til Umhverfisstofnunar um starfsleyfi til geymslu skulu eftirfarandi upplýsingar fylgja:
7. gr.
Skilyrði fyrir starfsleyfi til geymslu.
Umhverfisstofnun skal því aðeins veita starfsleyfi til geymslu þegar eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
Umhverfistofnun skal jafnframt hafa tekið til athugunar álit Eftirlitsstofnunar EFTA á drögum að starfsleyfi sem gefið var út skv. 9. gr.
8. gr.
Inntak starfsleyfis til geymslu.
Í starfsleyfi til geymslu skal eftirfarandi a.m.k. koma fram:
9. gr.
Endurskoðun Eftirlitsstofnunar EFTA á drögum að starfsleyfi til geymslu.
Umhverfisstofnun skal gera umsóknir um leyfi aðgengilegar Eftirlitsstofnun EFTA innan mánaðar frá því að umsóknir berast auk annars tengds efnis sem Umhverfisstofnun skal taka tillit til við ákvörðun um samþykkt starfsleyfis til geymslu. Umhverfisstofnun skal jafnframt tilkynna og senda eftirlitstofnuninni öll drög að starfsleyfi til geymslu ásamt viðeigandi gögnum. Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að gefa út óbindandi álit á drögum að starfsleyfi til geymslu innan fjögurra mánaða frá móttöku þess. Eftirlitsstofnun EFTA skal tilkynna Umhverfisstofnun innan mánaðar frá móttöku draga að starfsleyfi til geymslu, ætli hún sér ekki að skila áliti.
Umhverfisstofnun skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA lokaákvörðun um útgáfu starfsleyfis og færa rök fyrir frávikum frá áliti eftirlitsstofnunarinnar.
10. gr.
Breyting, endurskoðun, uppfærsla og afturköllun starfsleyfis til geymslu.
Rekstraraðili skal upplýsa Umhverfisstofnun um allar fyrirhugaðar breytingar á starfsemi geymslusvæðis, þ.m.t. breytingar er varða rekstraraðila. Umhverfisstofnun skal uppfæra starfsleyfi til geymslu eða skilyrði þess, eftir því sem við á.
Engar verulegar breytingar skulu framkvæmdar án þess að nýtt eða uppfært starfsleyfi til geymslu sé gefið út í samræmi við reglugerð þessa. Einnig kann framkvæmdin að vera háð umhverfismati skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Umhverfisstofnun skal endurskoða og ef nauðsyn krefur uppfæra eða ef stofnunin á ekki annars úrkosti, afturkalla starfsleyfi til geymslu:
Í tilvikum þegar leyfi er afturkallað skv. 3. mgr., skal Umhverfisstofnun annað hvort gefa út nýtt starfsleyfi til geymslu eða loka geymslusvæði skv. 3. tölul 1. mgr. 16. gr. Umhverfisstofnun skal tímabundið yfirtaka allar lagaskyldur varðandi móttökuviðmiðanir ákveði stofnunin að halda áfram niðurdælingu koldíoxíðs, vöktun og ráðstöfunum til úrbóta, þar til gefið hefur verið út nýtt starfsleyfi til geymslu samkvæmt kröfum sem mælt er fyrir um í reglugerð þessari, innskilum losunarheimilda ef leki verður skv. lögum um loftslagsmál og aðgerðum til forvarna og úrbóta skv. lögum um umhverfisábyrgð. Umhverfisstofnun skal endurheimta allan kostnað, sem stofnað er til frá fyrri rekstraraðila, þ.m.t. með því að nota fjárhagslegu trygginguna skv. 18. gr. Ef geymslusvæði er lokað skv. 3. tölul. 1. mgr. 16. gr. þá gildir 4. mgr. 16. gr.
IV. KAFLI
Skyldur vegna reksturs, lokunar og tímabils eftir lokun.
11. gr.
Viðmiðanir og málsmeðferð við móttöku koldíoxíðsstraums.
Koldíoxíðsstraumur skal vera að langmestu leyti úr koldíoxíði. Af þeim sökum má ekki bæta í hann úrgangi eða öðru efni í því skyni að farga þeim úrgangi eða öðru efni. Koldíoxíðsstraumur getur þó innihaldið tilfallandi, tengd efni úr uppsprettunni, fönguninni eða niðurdælingarferlinu og snefilefni sem bætt er í hann til að auðvelda vöktun og sannprófun á flæði koldíoxíðs. Styrkur allra tilfallandi og viðbættra efna skal ekki vera svo hár að hann:
Rekstraraðili skal sjá til þess að:
12. gr.
Vöktun.
Rekstraraðili skal vakta niðurdælingarbúnað, geymslugeymi (þ.m.t. ef unnt er, slóða koldíoxíðs) og nærliggjandi svæði, ef við á, í þeim tilgangi:
Vöktun skal byggð á vöktunaráætlun sem rekstraraðili semur samkvæmt kröfum sem mælt er fyrir um í II. viðauka, þ.m.t. nánari útfærsla vöktunar í samræmi við viðmiðunarreglur um vöktun skv. reglugerð um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Vöktunaráætlun skal lögð fyrir Umhverfisstofnun til samþykktar, sbr. 6. tölul. 6. gr. og 5. tölul. 8. gr. þessarar reglugerðar. Vöktunaráætlun skal uppfærð samkvæmt kröfum sem mælt er fyrir um í II. viðauka eigi sjaldnar en á fimm ára fresti svo að tillit sé tekið til breytinga á metinni áhættu af völdum leka, breytinga á metinni áhættu fyrir umhverfið og heilbrigði fólks, nýrrar vísindaþekkingar og úrbóta á bestu aðgengilegu tækni. Uppfærð vöktunaráætlun skal lögð að nýju fyrir Umhverfisstofnun til samþykktar.
13. gr.
Skýrslugjöf rekstraraðila.
Rekstraraðili skal, svo oft sem Umhverfisstofnun ákveður og eigi sjaldnar en einu sinni á ári, leggja fyrir stofnunina:
14. gr.
Eftirlit.
Umhverfisstofnun annast bæði reglubundið og óreglubundið eftirlit með geymslugeymum sem falla undir gildissvið reglugerðar þessarar í þeim tilgangi að sannreyna og stuðla að samræmi við kröfur reglugerðarinnar og til að vakta áhrif á umhverfi og heilbrigði fólks.
Eftirlit skal fela í sér aðgerðir, svo sem, heimsókn í yfirborðsstöðvar, þ.m.t. niðurdælingarstöðvar, mat á niðurdælingar- og vöktunaraðgerðum sem rekstraraðili framkvæmir og athugun á öllum viðeigandi skrám sem rekstraraðili heldur.
Vettvangsheimsóknir skulu fara fram eigi sjaldnar en einu sinni á ári þar til þremur árum eftir lokun og á fimm ára fresti þar til ábyrgð hefur verið flutt til Umhverfisstofnunar. Við skoðun skal rannsaka viðkomandi niðurdælingar- og vöktunarstöðvar sem og öll viðkomandi áhrif frá geymslugeymi á umhverfi og heilbrigði fólks.
Umhverfisstofnun skal auk þess viðhafa óreglubundið eftirlit:
Að lokinni hverri skoðun skal Umhverfisstofnun taka saman skýrslu um niðurstöður skoðunarinnar. Í skýrslunni skal meta samræmi við kröfur þessarar reglugerðar og hvort nauðsynlegt sé að grípa til frekari aðgerða. Skýrslan skal send viðkomandi rekstraraðila og skal vera aðgengileg almenningi innan tveggja mánaða frá skoðun.
15. gr.
Ráðstafanir vegna leka eða umtalsverðra frávika.
Rekstraraðili skal tilkynna Umhverfisstofnun þegar í stað, komi fram leki eða umtalsverð frávik og gera nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta, þ.m.t. ráðstafanir er varða heilsuvernd fólks. Rekstraraðili skal einnig tilkynna Umhverfisstofnun komi fram leki eða önnur frávik sem benda til hættu á leka í samræmi við lög um loftslagsmál.
Rekstraraðili skal að lágmarki gera þær ráðstafanir til úrbóta, sem um getur í 1. mgr., á grundvelli áætlunar um ráðstafanir til úrbóta sem lögð er fyrir Umhverfisstofnun og stofnunin samþykkir skv. 7. tölul. 6. gr. og 6. tölul. 8. gr.
Umhverfisstofnun getur hvenær sem er krafist þess af rekstraraðila að hann geri nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta sem og ráðstafanir varðandi heilsuvernd fólks. Þær geta verið viðbót við þær ráðstafanir sem mælt er fyrir um í áætluninni um ráðstafanir til úrbóta eða aðrar ráðstafanir. Umhverfisstofnun getur einnig hvenær sem er gripið til ráðstafana til úrbóta.
Umhverfisstofnun skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta grípi rekstraraðili ekki til nauðsynlegra ráðstafana.
Umhverfisstofnun skal endurheimta kostnað sem stofnað er til í tengslum við ráðstafirnar sem um getur í 3. og 4. mgr., frá rekstraraðila, þ.m.t. með því að nota fjárhagslegu trygginguna sem um getur í 18. gr.
16. gr.
Skyldur vegna lokunar og tímabils eftir lokun.
Geymslusvæði skal lokað:
Þegar geymslusvæði hefur verið lokað samkvæmt 1. eða 2. tölul. 1. mgr. skal rekstraraðili áfram bera ábyrgð á vöktun, skýrslugjöf og ráðstöfunum til úrbóta, samkvæmt kröfum sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð. Hann ber jafnframt ábyrgð á því að staðin verði skil á losunarheimildum ef leki verður samkvæmt lögum um loftslagsmál sem og á ráðstöfnunum vegna forvarna og til úrbóta vegna umhverfistjóns samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð. Rekstraraðili skal bera ábyrgð á geymslusvæði þar til ábyrgð flyst formlega yfir til Umhverfisstofnunar.
Skyldurnar sem um getur í 2. mgr. skulu uppfylltar á grundvelli bráðabirgðaáætlunar vegna tímabils eftir lokun sem rekstraraðili skilar með umsókn um starfsleyfi til geymslu og Umhverfisstofnun samþykkir. Bráðabirgðaáætlunin skal byggð á bestu starfsvenjum og vera í samræmi við kröfur sem mælt er fyrir um í viðauka II. Bráðabirgðaáætlun vegna tímabilsins eftir lokun skal lögð fyrir Umhverfisstofnun til samþykktar skv. 8. tölul. 6. gr. og 7. tölul. 8. gr. Áður en geymslusvæði er lokað samkvæmt 1. eða 2. tölul. 1. mgr. skal bráðabirgðaáætlun vegna tímabils eftir lokun:
Þegar geymslusvæði hefur verið lokað samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. skal Umhverfisstofnun bera ábyrgð á vöktun og ráðstöfunum til úrbóta samkvæmt kröfum þessarar reglugerðar. Stofnunin ber jafnframt ábyrgð á að staðin verði skil á losunarheimildum ef leki verður, samkvæmt lögum um loftslagsmál sem og á ráðstöfnunum vegna forvarna og til úrbóta vegna umhverfistjóns samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð. Umhverfisstofnun skal uppfylla kröfur um tímabil eftir lokun samkvæmt þessari reglugerð, á grundvelli bráðabirgðaáætlunar vegna tímabils eftir lokun sem um getur í 3. mgr. sem skal uppfærð eftir þörfum.
Umhverfisstofnun skal endurheimta kostnað skv. 4. mgr. frá rekstraraðila, þ.m.t. með því að nota fjárhagslegu trygginguna sem um getur í 18. gr.
17. gr.
Flutningur ábyrgðar.
Þegar geymslusvæði hefur verið lokað samkvæmt 1. eða 2. tölul. 1. mgr. 16. gr. skulu allar skyldur varðandi vöktun og ráðstafanir til úrbóta, samkvæmt reglugerð þessari, skil á losunarheimildum ef leki verður samkvæmt lögum um loftslagsmál og ráðstafanir vegna forvarna og til úrbóta samkvæmt lögum um umhverfisábyrgð fluttar til Umhverfisstofnunar, að frumkvæði stofnunarinnar eða að beiðni rekstraraðila, ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
Rekstraraðili skal taka saman skýrslu þar sem fram kemur að skilyrði sem um getur í 1. tölul. 1. mgr. hafi verið uppfyllt og leggja hana fyrir Umhverfisstofnun til samþykktar vegna flutnings ábyrgðar. Í skýrslunni skal a.m.k. koma fram:
Þegar Umhverfisstofnun er fullviss um að skilyrði sem um getur í 1. og 2. tölul. 1. mgr. séu uppfyllt, skal stofnunin undirbúa drög að ákvörðun um samþykki fyrir flutningi ábyrgðar. Í drögum að ákvörðun skal tilgreina aðferð við ákvörðun á því hvort skilyrðin, sem um getur í 4. tölul. 1. mgr., hafi verið uppfyllt, sem og allar uppfærðar kröfur um að geymslusvæði hafi verið innsiglað og að niðurdælingarbúnaður hafi verið fjarlægður.
Sé það mat Umhverfisstofnunar að skilyrði 1. og 2. tölul. 1. mgr. séu ekki uppfyllt skal stofnunin tilkynna rekstraraðila um rök sín fyrir því.
Umhverfisstofnun skal gera skýrslur sem vísað er til í 2. mgr. aðgengilegar Eftirlitsstofnun EFTA innan eins mánaðar frá móttöku. Umhverfisstofnun skal einnig gera aðgengileg önnur gögn sem stofnunin skal taka tillit til þegar hún undirbýr drög að ákvörðun um samþykki fyrir flutningi ábyrgðar. Eftirlitsstofnun EFTA skal tilkynnt um öll drög að ákvörðunum um samþykki fyrir flutningi ábyrgðar skv. 3. mgr. sem Umhverfisstofnun undirbýr, þ.m.t. allt annað efni sem stofnunin hefur haft til hliðsjónar til að komast að niðurstöðu. Eftirlitsstofnunin getur gefið út óbindandi álit innan fjögurra mánaða frá því að hún tekur við drögum að ákvörðun um samþykki. Ákveði Eftirlitsstofnun EFTA að gefa ekki út álit skal hún tilkynna Umhverfisstofnun það ásamt rökstuðningi innan eins mánaðar frá því að drög að ákvörðun um samþykki voru lögð fyrir hana.
Þegar Umhverfisstofnun er fullviss um að skilyrðin, sem um getur í 1. til 4. tölul. 1. mgr., hafi verið uppfyllt skal stofnunin samþykkja endanlega ákvörðun og tilkynna rekstraraðila um hana. Umhverfisstofnun skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA um endanlega ákvörðun sína og færa rök fyrir frávikum frá áliti eftirlitsstofnunarinnar.
Eftir flutning ábyrgðar skal reglubundnu eftirliti sem kveðið er á um í 2. mgr. 14. gr. hætt og draga má úr vöktun að því marki að enn verði hægt að greina leka eða umtalsverð frávik. Greinist leki eða umtalsverð frávik skal vöktun aukin eins og nauðsynlegt er svo unnt sé að meta umfang vandans og árangur þeirra ráðstafana sem gerðar eru til úrbóta.
Í þeim tilvikum þar sem um brot er að ræða af hálfu rekstraraðila, þ.m.t. ef gögn eru ófullnægjandi, upplýsingum sem máli skipta er leynt, vanræksla viðhöfð eða vísvitandi blekkingum beitt eða ekki sýnd tilhlýðileg aðgát, skal Umhverfisstofnun endurheimta þann kostnað sem stofnað er til eftir að flutningur á ábyrgð hefur átt sér stað. Með fyrirvara um fjárhagslegt fyrirkomulag eftir flutning ábyrgðar skv. 19. gr. skal ekki endurheimta kostnað frekar eftir flutning ábyrgðar.
Ef geymslusvæði hefur verið lokað samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. 16. gr. skal litið svo á að flutningur á ábyrgð hafi átt sér stað ef og þegar öll tiltæk gögn benda til þess að það koldíoxíð sem er í geymslu sé fullkomlega og varanlega aflokað og eftir að geymslusvæði hefur verið innsiglað og niðurdælingarbúnaður fjarlægður.
18. gr.
Fjárhagsleg trygging.
Rekstraraðili skal við umsókn um starfsleyfi til geymslu leggja fram staðfestingu á því að hann geti gert fullnægjandi ráðstafanir í formi fjárhagslegrar tryggingar eða jafngildis hennar. Þetta er gert til að tryggja að unnt sé að uppfylla allar skyldur sem leiðir af leyfum sem gefin eru út samkvæmt reglugerð þessari, þar á meðal kröfur varðandi lokun og tímabil eftir lokun sem og allar skyldur sem leiða af því að geymslusvæði fellur undir lög um loftslagsmál. Fjárhagsleg trygging skal vera gild og virk áður en niðurdæling hefst.
Umhverfisstofnun skal reglulega krefjast endurskoðunar tryggingar með hliðsjón af breytingum á metinni áhættu af völdum leka og áætluðum kostnaði vegna allra skyldna sem leiðir af útgáfu leyfisins samkvæmt reglugerð þessari sem og allra skyldna vegna geymslusvæðisins samkvæmt lögum um loftslagsmál.
Fjárhagsleg trygging eða jafngildi hennar skal vera gild og virk:
19. gr.
Fjárhagslegt fyrirkomulag.
Rekstraraðili skal veita Umhverfisstofnun aðgang að fjárframlagi áður en flutningur ábyrgðar skv. 17. gr. á sér stað. Fjárframlag rekstraraðila skal vera með hliðsjón af þeim viðmiðunum sem um getur í I. viðauka, og þeirri reynslu af geymslu koldíoxíðs sem skiptir máli við ákvörðun á skyldum á tímabilinu eftir flutning ábyrgðar og nægja a.m.k. fyrir ætluðum kostnaði af vöktun í 30 ár. Umhverfisstofnun er heimilt að nota fjárframlagið til að standa straum af þeim kostnaði sem stofnunin hefur af því að tryggja að koldíoxíð sé fullkomlega og varanlega aflokað í geymslusvæði í jörðu eftir að flutningur ábyrgðar á sér stað.
V. KAFLI
Aðgangur þriðja aðila.
20. gr.
Aðgangur þriðja aðila að flutningskerfi og geymslusvæði.
Rekstraraðili skal gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að hugsanlegir notendur geti fengið aðgang að flutningskerfum og geymslusvæðum í þeim tilgangi að geyma framleitt og fangað koldíoxíð í jörðu í samræmi við 2., 3. og 4. mgr.
Aðgangur sem um getur í 1. mgr. skal veittur á gagnsæjan hátt og án mismununar. Aðgangur skal veittur með sanngjörnum hætti án hindrana og hliðsjón skal höfð af:
Rekstraraðilar flutningskerfis og rekstraraðilar geymslusvæða mega synja um aðgang vegna skorts á rými. Gefa skal rökstuddar ástæður fyrir öllum synjunum.
Rekstraraðili sem synjar um aðgang, vegna skorts á rými eða tengingu, skal gera allar nauðsynlegar úrbætur að því marki sem það er arðsamt eða ef hugsanlegur viðskiptavinur er reiðubúinn til þess að greiða fyrir þær, að því tilskildu að þær hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfisöryggi flutnings og geymslu koldíoxíðs í jörðu.
21. gr.
Lausn deilumála.
Komi upp ágreiningur um aðgang að flutningskerfi og geymslusvæði milli rekstraraðila og mögulegra notenda sker Umhverfisstofnun úr. Umhverfisstofnun skal taka tillit til þeirra viðmiðana sem um getur í 2. mgr. 20. gr. og til fjölda þeirra aðila sem kunna að vera þátttakendur í að semja um slíkan aðgang. Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 65. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Ef ágreiningur nær yfir landamæri ber að vinna að úrlausn hans eftir þeim reglum er gilda í því landi sem hefur lögsögu yfir flutningskerfi og geymslusvæði sem synjað hefur verið um aðgang að. Falli viðkomandi flutningskerfi eða geymslusvæði undir fleiri en eitt ríki í deilumáli sem nær yfir landamæri skulu hlutaðeigandi ríki hafa samráð sín á milli til þess að ákvæðum reglugerðar þessarar sé beitt á samræmdan hátt.
VI. KAFLI
Almenn ákvæði.
22. gr.
Samstarf yfir landamæri.
Ef koldíoxíð er flutt yfir landamæri eða ef geymslusvæði eða geymslugeymar liggja yfir landamæri skulu lögbær yfirvöld hlutaðeigandi ríkja í sameiningu uppfylla kröfur reglugerðar þessarar og annarrar viðeigandi löggjafar þeirra ríkja sem í hlut eiga.
23. gr.
Skrár.
Umhverfisstofnun skal koma á og viðhalda:
Skipulagsyfirvöld skulu hafa til hliðsjónar skrárnar, sem um getur í 1. mgr., í tengslum við viðeigandi áætlanagerð og við veitingu leyfa fyrir annarri starfsemi sem gæti haft áhrif á, eða orðið fyrir áhrifum af, geymslu koldíoxíðs í jörðu á skráðum geymslusvæðum.
24. gr.
Upplýsingar fyrir almenning.
Umhverfisstofnun skal gera umhverfisupplýsingar sem tengjast geymslu á koldíoxíði í jörðu aðgengilegar almenningi í samræmi við upplýsingalög.
25. gr.
Skýrslugjöf Umhverfisstofnunar.
Umhverfisstofnun skal á þriggja ára fresti leggja skýrslu fyrir Eftirlitsstofnun EFTA um framkvæmd þessarar reglugerðar, þ.m.t. skrána sem um getur í 2. tölul. 1. mgr. 23. gr.
26. gr.
Viðurlög o.fl.
Um málsmeðferð og úrskurði, valdsvið, þvingunarúrræði og viðurlög fer samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðum settum samkvæmt þeim.
VII. KAFLI
Innleiðing, lagastoð og gildistaka.
27. gr.
Innleiðing.
Reglugerð þessi felur í sér innleiðingu á ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/31/EB um geymslu koltvísýrings í jörðu og um breytingu á tilskipun ráðsins 85/337/EBE, tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB, 2001/80/EB, 2004/35/EB, 2006/12/EB, 2008/1/EB og reglugerð (EB) nr. 1013/2006 sem vísað er til í tölulið 21at í III. kafla XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2012 frá 15. júní 2012.
28. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 33. gr. b. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 með síðari breytingum og tekur gildi við birtingu.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 5. desember 2022.
Guðlaugur Þór Þórðarson.
Stefán Guðmundsson.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)