1. gr.
Við 20. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, v-liður, svohljóðandi:
2. gr.
2. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Þá gildir reglugerð þessi um leyfi til að stunda farmflutninga á landi í atvinnuskyni með vélknúnum ökutækjum eða samtengdum ökutækjum þar sem leyfð heildarþyngd fer yfir 3,5 tonn, eða yfir 2,5 tonn í farmflutningum á milli landa og leyfilegur hámarkshraði ökutækjanna er 45 km á klst. eða meiri.
3. gr.
1. tölul. 2. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hafa fullnægjandi fjárhagsstöðu. Fullnægjandi fjárhagsstaða merkir að hafa aðgang að nægilegu fjármagni til að stofna fyrirtæki og tryggja öruggan rekstur þess. Fyrirtæki verður að hafa eigið fé og sjóði sem jafngilda þeim fjárhagskröfum sem settar eru fram í 7. gr. framangreindrar reglugerðar (EB) nr. 1071/2009.
4. gr.
Við 5. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir málsliðir er verða 2. og 3. málsl., svohljóðandi:
Ökutæki skal vera merkt rekstraraðila. Merking skal vera sýnileg og auðlesanleg.
5. gr.
Fyrirsögn 10. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Almennt rekstrarleyfi fyrir sérútbúnar bifreiðar.
1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
Inngangsliður 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Til að öðlast almennt rekstrarleyfi til farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni með sérútbúnum bifreiðum sem skráðar eru fyrir færri farþega en níu, þarf bifreiðin að uppfylla eftirtalin skilyrði:
6. tölul. 2. mgr. 10. gr. fellur brott.
3. mgr. 10. gr. fellur brott.
6. gr.
Fyrirsögn 11. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Almennt rekstrarleyfi í tengslum við ferðaþjónustu.
1. mgr. 11. gr. fellur brott.
2. mgr. 11. gr. orðast svo: Til að öðlast almennt rekstrarleyfi til farþegaflutninga á landi í tengslum við ferðaþjónustu með bifreiðum sem eru skráðar fyrir færri farþega en níu, þarf umsækjandi að hafa leyfi frá Ferðamálastofu skv. lögum um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Leyfið skal nota í tengslum við ferðaþjónustu.
Inngangsliður 3. mgr. 11. gr. orðast svo: Ökutæki í tengslum við ferðaþjónustu þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:
4. tölul. 3. mgr. 11. gr. fellur brott.
7. gr.
Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 32. gr. og 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 12. ágúst 2024.
Svandís Svavarsdóttir.
Valgerður B. Eggertsdóttir.