Innviðaráðuneyti

531/2023

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 414/2021 um skoðun ökutækja.

1. gr.

Við 2. mgr. 50. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, c-liður, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/621 frá 17. apríl 2019 um þær tæknilegu upplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir prófun á aksturshæfni varðandi þau atriði sem á að prófa, um notkun á þeim prófunaraðferðum sem mælt er með og um að koma á ítarlegum reglum um gagnasnið og málsmeðferðarreglur um aðgang að viðkomandi tæknilegum upplýs­ingum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/2023, 17. mars 2023, birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 30 frá 20. apríl 2023, bls. 430-453.

 

2. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 74. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breyt­ingum, öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 16. maí 2023.

 

F. h. r.

Valgerður B. Eggertsdóttir.

Gauti Daðason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica