1. gr.
4. málsl. 4. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Eigandi skemmtibáts sem annast sjálfur árlegar milliskoðanir á bát sínum skal fylla út skoðunarskýrslu sem hann varðveitir hjá sér, tilkynnir Samgöngustofu þegar skoðun er lokið og getur framvísað síðar ef skoðunarmaður óskar eftir því.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 3. mgr. 1. gr. og 1. og 2. mgr. 11. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 3. apríl 2018.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.