1. gr.
Efni og gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um flugumferðarstjóranema og flugumferðarstjóra sem sinna verkefnum sínum innan gildissviðs reglugerðar (EB) nr. 216/2008, sem og einstaklinga og fyrirtæki sem taka þátt í útgáfu skírteina, þjálfun, prófun, eftirliti og heilbrigðisskoðun og -mati umsækjenda í samræmi við þessa reglugerð.
2. gr.
Lögbært yfirvald.
Samgöngustofa er lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari.
3. gr.
Gildistaka reglugerðar (ESB) 2015/340.
Með reglugerð þessari öðlast gildi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/340 frá 20. febrúar 2015 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða skírteini flugumferðarstjóra og vottorð samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, um breytingu á framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 923/2012 og um niðurfellingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 805/2011. Reglugerðin birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44, dags. 18. ágúst 2016, bls. 498, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 125/2016 frá 3. júní 2016.
4. gr.
Aldursákvæði.
Aldurshámark skírteinishafa skal vera 63 ár, sbr. 73. gr. laga nr. 60/1998 enda fullnægi hann þeim kröfum sem settar eru í reglugerð þessari og reglugerðum sem tilgreindar eru í 3. gr.
5. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem er sett með stoð í 73. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir, nr. 60/1998, öðlast þegar gildi.
Viðaukar I-IV við reglugerð (ESB) 2015/340 skulu koma til framkvæmda 1. janúar 2017. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1044/2013 um skírteini flugumferðarstjóra og starfsleyfi þjálfunarfyrirtækja.
Innanríkisráðuneytinu, 12. október 2016.
F. h. r.
Sigurbergur Björnsson.
Gunnar Örn Indriðason.