1. gr.
Í stað 2. mgr. 1. gr. kemur eftirfarandi málsgrein:
Með fyrirvara um 1. mgr. gilda ákvæði þessarar reglugerðar fyrir alla millilandaflugvelli.
2. gr.
4. mgr. 1. gr. orðast svo:
Þegar flugvöllur nær einu af þeim lágmarksgildum sem skilgreind eru í 1. mgr. skulu viðeigandi ákvæði reglugerðarinnar eiga við frá upphafi næsta árs þar á eftir.
3. gr.
Í stað orðsins "ráðherra" í 1. mgr. 14. gr. a. kemur: Flugmálastjórnar.
4. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 57. gr. b og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 5. nóvember 2012.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.