Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Innanríkisráðuneyti

836/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 8/2009 um skoðun ökutækja. - Brottfallin

1. gr.

Við 42. gr. bætist ný 3. mgr. sem orðast svo:

Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/48/EB frá 5. júlí 2010, sem felur í sér breytingu á II. viðauka við tilskipun nr. 2009/40/EB og vísað er til í XIII. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 55/2011, þann 28. júlí 2011, birt í EES-viðbæti 29. mars 2012, bls. 177.

2. gr.

Við 42. gr. bætist ný 4. mgr. sem orðast svo:

Með reglugerð þessari er innleidd tilskipun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2010/47/EB frá 5. júlí 2010, sem felur í sér breytingu á I. og II. viðauka við tilskipun nr. 2000/30/EB og vísað er til í XIII. viðauka við EES-samninginn, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 55/2011, þann 28. júlí 2011, birt í EES-viðbæti 1. mars 2012, bls. 625.

3. gr.

Við ákvæði til bráðabirgða bætist ný 4. mgr. sem orðast svo:

Atriði sem skyldubundið er að prófa skv. viðauka við tilskipun 2010/48/EB, sbr. 15. gr., skal útfært í skoðunarhandbók eftir því sem við á, í síðasta lagi fyrir 1. nóvember 2013.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 67. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 1. október 2012.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica