Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

886/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 175/2008 um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum. - Brottfallin

1. gr.

12. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Sá sem lokið hefur vélgæslunámi samkvæmt reglugerð settri af menntamálaráðuneyti eða sveinsprófi í vélvirkjun, hefur öðlast rétt til að vera vélavörður á skipum 12 metrar og styttri að skráningarlengd með vélarafl 750 kW eða minna (Skírteini: Smáskipavélavörður (SSV)).

Að loknu viðbótarnámi (RAF103 og tveir af eftirfarandi þremur áföngum; RAF253, VST204 og KÆL122, Véltækniskólanum er heimilt að meta sambærilega áfanga jafngilda) sem skilgreint er í námskrá öðlast hann rétt til að vera vélavörður á skipi með 750 kW vél og minni (Skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með 750 kW vél og minni og 24 metrar og styttri að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VVY)).

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1., 3. og 4. mgr. 5. gr., 1. og 3. mgr. 6. gr., 3. og 4. mgr. 8. gr. og 1. mgr. 19. gr. laga um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa, nr. 30/2007 og staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 2. nóvember 2010.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica