1. gr.
2. málsliður 1. mgr. 26. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Vigtarnóta skal ávallt send til löndunarhafnar þegar að vigtun lokinni þó eigi síðar en innan tveggja virkra daga frá löndun aflans.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 52. gr. reglugerðarinnar:
a) |
Í stað orðsins "kví" í 1. málslið kemur: eldiskví. |
|
b) |
Í stað orðsins "kví" í 2. tl. 2. málsgreinar kemur: eldiskví. |
|
c) |
5. málsgrein orðist svo: Sé fiski safnað í sérstaka kví til geymslu (söfnunarkví) skal skipstjóri á veiðiskipi sem losar fisk í söfnunarkví gefa út undirritaða staðfestingu þar sem fram kemur áætlað magn afla og skal staðfestingin send á hafnarvog í lok hvers veiðidags til aflaskráningar. Ekki má geyma fisk lengur en einn mánuð í söfnunarkví. |
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, til þess að öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 3. október 2007.
F. h. r.
Kolbeinn Árnason.
Steinar Ingi Matthíasson.