1. gr.
3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Íslenskum skipum, sem veiða með botnvörpu og flotvörpu eru bannaðar veiðar innan fiskveiðilandhelginnar á eftirgreindum svæðum og tíma.
1. Fyrir Norðausturlandi allt árið, á svæði, er að vestan takmarkast af línu, sem dregin er réttvísandi í norður frá Rifstanga (grunnlínupunktur 7) og að austan af línu, sem dregin er réttvísandi í austur frá Langanesi (grunnlínupunktur 9). Að utan takmarkast svæðið af línu, sem dregin er 70 sjómílur utan við grunnlínu.
2. Fyrir Austurlandi allt árið innan línu, er dregin er í 5 sjómílna fjarlægð frá fjöruborði Hvalbaks (64°35'8 n.br., 13°16'6 v.lgd.).
3. Fyrir Suðausturlandi allt árið á svæði, sem markast af línum, sem dregnar eru á milli eftirgreindra punkta:
a) 63°57´8 n.br., 13°00'0 v.lgd.
b) 63°45'0 n.br., 14°00'0 v.lgd.
c) 64°01'0 n.br., 14°07'0 v.lgd.
d) 64°15'0 n.br., 13°00'0 v.lgd.
4. Fyrir Vesturlandi á tímabilinu frá 1. maí til 31. desember ár hvert á svæði, er markast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
a) 65°25'0 n.br., 26°45'0 v.lgd.
b) 65°25'0 n.br., 27°00'0 v.lgd.
c) 64°40'0 n.br., 27°00'0 v.lgd.
d) 64°40'0 n.br., 27°15'0 v.lgd.
5. Fyrir Norðurlandi allt árið innan línu, er dregin er í 12 sjómílna fjarlægð frá fjöruborði Kolbeinseyjar (67°08'8 n.br., 18°40'6 v.lgd.).
Þá eru íslenskum skipum bannaðar allar veiðar á eftirgreindum svæðum og tíma:
1. Fyrir suðurlandi á tímabilinu 20. mars til 15. maí á svæði er markast af línum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
a) 63°32'0 n.br., 22°00'0 v.lgd.
b) 63°00'0 n.br., 22°00'0 v.lgd.
c) 63°00'0 n.br., 21°10'0 v.lgd.
d) 63°32'0 n.br., 21°10'0 v.lgd.
2. Fyrir Vestfjörðum allt árið á svæði er takmarkast af linum, sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:
a) 66°57'0 n.br., 23°21'0 v.lgd.
b) 67°01'0 n.br., 22°11'5 v.lgd.
c) 67°20´5 n.br., 22°31'5 v.lgd.
d) 67°17´0 n.br., 23°51'0 v.lgd.
Sjávarútvegsráðuneytið mun ákvarða allar þær reglur, sem nauðsynlegar eru til verndar fiskimiðunum í fiskveiðilandhelgi Íslands. Ráðstafanir verða gerðar að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar og Fiskifélags Íslands.
Nú á sér stað á tilteknu veiðisvæði seiða- og smáfiskadráp f þeim mæli, að varhugavert eða hættulegt getur talist, og mun þá sjávarútvegsráðuneytið, að fenginni umsögn Hafrannsóknarstofnunarinnar, gera nauðsynlegar ráðstafanir til að sporna við því. Mun ráðuneytið með tilkynningu loka afmörkuðum veiðisvæðum um lengri eða skemmri tíma fyrir öllum togveiðum, svo og öðrum veiðum, ef nauðsynlegt þykir. Jafnan skal umsögn Hafrannsóknastofnunarinnar liggja fyrir, áður en slíkar tímabundnar veiðitakmarkanir eru úr gildi numdar.
Að öðru leytið skal íslenskum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót heimilt að veiða innan fiskveiðilandhelginnar, samkvæmt ákvæðum laga nr. 102 27. desember 1973, um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 44 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, sbr. lög nr. 45 13. maí 1974, og fellur með henni úr gildi reglugerð nr. 154 13. júní 1973 um friðunarsvæði fyrir Vestfjörðum og reglugerð nr. 210 27. maí 1975 um bann við veiðum með botn- og flotvörpu umhverfis Kolbeinsey.
3. gr.
Reglugerð þessi öðlast gildi 1. febrúar 1976.
Sjávarútvegsráðuneytið, 19. janúar 1976.
Matthías Bjarnason.
Jón B. Jónasson.