Sjávarútvegsráðuneyti

404/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 485, 9. júní 2004, um úthlutun krókaaflahlutdeildar til sóknardagabáta. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 3. gr. orðist svo:

Það telst endurnýjun báts þegar aðili, sem á bát fyrir, fær sér annan bát og flytur allar sóknarheimildir af þeim, sem hann átti fyrir til hins. Þá telst það einnig endurnýjun báts hafi aðili gert verulegar breytingar og/eða lagfæringar á sóknardagabáti sínum sem eru til þess fallnar að auka afkastagetu hans umtalsvert. Við mat á því hvort um endurnýjun báts telst vera að ræða samkvæmt ákvæðum 2. málsl. skal m.a. litið til þess hversu mikið breytingar og/eða lagfæringar á bátnum hafa kostað og hvort þær hafa samkvæmt fyrirliggjandi gögnum leitt til að afli bátsins hafi aukist umtalsvert í hlutfalli við sókn.

2. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, sbr. lög nr. 74, 7. júní 2004, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 18. maí 2006.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Árni Múli Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica