1. gr.
1. mgr. 19. gr. verður svohljóðandi: Eldisdýr og eldisafurðir verða að koma frá þriðju ríkjum eða hlutum þeirra sem eru taldir upp í skrá sem birt er með auglýsingu frá sjávarútvegsráðuneytinu.
2. gr.
1. mgr. 20. gr. verður svohljóðandi: Fyrir hvert þriðja ríki skulu eldisdýr og eldisafurðir fullnægja þeim heilbrigðisskilyrðum sem birt eru með auglýsingu frá sjávarútvegsráðuneytinu.
3. gr.
Við 22. gr. bætist eftirfarandi málsgrein: Við framkvæmd eftirlits og skoðana samkvæmt þessari reglugerð skal jafnframt fylgja ákvæðum reglugerðar nr. 849/1999 og reglugerðar nr. 513/2005.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55, 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og lögum nr. 33/2002 um eldi nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 30. júní 2006.
F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Ásta Einarsdóttir.