Sjávarútvegsráðuneyti

643/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 720, 4. ágúst 2005, um sérstaka úthlutun skv. 1. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990, til skel- og rækjubáta. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:

Á fiskveiðiárinu 2006/2007 skal úthluta til báta samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 720/2005 en þó skulu 230 lestir koma í hlut báta við Arnarfjörð skv. 1. gr. og skal heildarúthlutun til innfjarðarækjubáta á fiskveiðiárinu 2006/2007 vera 1.907 lestir. Úthlutun til einstakra báta skal miðast við aflahlutdeild eins og hún er 1. ágúst 2006, sbr. 3. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, til að öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. september 2006.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 21. júlí 2006.

Einar K. Guðfinnsson.

Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica