Sjávarútvegsráðuneyti

409/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 271, 17. mars 2004, um veiðar úr úthafskarfastofnum 2004. - Brottfallin

409/2004

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 271, 17. mars 2004,
um veiðar úr úthafskarfastofnum 2004.

1. gr.

Við 3. gr. bætist ný málsgrein svohljóðandi: Stundi skip veiðar með flotvörpu á svæðum, sem skilgreind eru í 1.-2. mgr. þessarar greinar, reiknast allur karfaafli skipsins til aflamarks skipsins í úthafskarfa samkvæmt reglugerð þessari.


2. gr.

Reglugerð þess er sett samkvæmt lögum nr. 151, 27. maí 1996, um fiskveiðar utan lögsögu og lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn veiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 12. maí 2004.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica