Sjávarútvegsráðuneyti

408/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 234, 8. mars 2004, um humarveiðar. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 4. gr. bætist ný mgr. sem orðast svo: Sé notuð tveggja belgja humarvarpa skal tveimur ferhyrndum netstykkjunum hnýttum á legg komið fyrir í hvorum belg vörpunnar sömu stærðar og þau fest eins og kveðið er á um í 1. mgr. Þó skal aftara innra horn fremri netstykkjanna festa ekki fjær miðleisi en nemur 40 möskvum.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengi um nytjastofna sjávar til þess að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 13. maí 2004.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica