Við 8. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Um heimild til veiða umfram aflamark í einstökum botnfisktegundum, sem skerðir aflamark annarra botnfisktegunda hlutfallslega, gildir 1. mgr. 10. gr. laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Sú takmörkun í 2. málslið 10. gr. að heimildin í hverri botnfisktegund skuli miðast við 2% af heildaraflaverðmæti botnfisksaflamarks gildir þó ekki við veiðar á löngu og keilu.
Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, sbr. ákvæði í 2. gr. breytingarlaga nr. 147, 20. desember 2003 til að öðlast þegar gildi.