Við 2. gr. bætast tveir málsliðir er orðist svo: Frá og með 1. apríl 2003 er óheimilt að nota til veiða þorskfisknet með stærri möskva en 9 þumlungar (228,6 mm). Eftir 1. janúar 2004 er óheimilt að nota til veiða þorskfisknet með stærri möskva en 7 1/2 þumlungur (190,5 mm).
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.