Sjávarútvegsráðuneyti

123/2003

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 129, 12. febrúar 2002, um hrognkelsaveiðar. - Brottfallin

123/2003

REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 129, 12. febrúar 2002, um hrognkelsaveiðar.

1. gr.

C. liður 6. gr., sbr. reglugerð nr. 29, 13. janúar 2003, orðist svo: Fyrir Vestfjörðum, frá línu réttvísandi vestur frá Bjargtöngum að línu réttvísandi norður frá Horni, er veiðitímabilið 10. apríl - 8. júlí. Innan línu, sem dregin er frá Óshólavita í Bjarnanúp, er þó eigi heimilt að hefja grásleppuveiðar fyrr en 20. apríl.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 7. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 19. febrúar 2003.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica