Sjávarútvegsráðuneyti

105/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 522, 18. ágúst 1998, um vigtun sjávarafla. - Brottfallin

105/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 522, 18. ágúst 1998, um vigtun sjávarafla.

1. gr.

27. gr. orðist svo:
Sé fyrirhugað að flytja út óunninn afla til sölu á markaði erlendis sem ekki hefur verið endanlega vigtaður og skráður í aflaskráningarkerfið Lóðs, skal skipstjóri viðkomandi veiðiskips tryggja að útflutningur afla sé tilkynntur Fiskistofu a.m.k. 24 stundum áður en aflinn fer um borð í farmskip eða 24 stundum áður en skip fer af miðum, sigli veiðiskip með eigin afla.

Tilkynning skal fara fram með þeim hætti að skrá skal á vefsíðu Fiskistofu upplýsingar um veiðiskip, veiðarfæri, aflamagn sundurliðað eftir tegundum og ílátum eins nákvæmlega og unnt er, umboðsmann, sölustað, áætlaðan söludag og eftir atvikum löndunartíma, löndunarstað og brottfarartíma farmskips. Einnig skal skrá nafn, kennitölu og símanúmer útflytjanda. Dreifist afli veiðiskips sem siglir með afla sinn til fleiri söluaðila erlendis skal þess getið sérstaklega.

Vefsíða Fiskistofu skal vera aðgengileg almenningi. Fiskistofa skal vikulega birta upplýsingar á vefsíðu sinni um meðalverð afla íslenskra skipa sem seldur hefur verið á erlendum mörkuðum eftir tegundum og stærðum.


2. gr.

Ný grein 27. gr. a.:
Við útflutning óunnins afla sem ekki hefur verið endanlega vigtaður og skráður í aflaskráningarkerfið Lóðs skal í hverju íláti einungis vera ein fisktegund. Þó er heimilt að fylla ílát með öðrum tegundum hafi hver tegund verið aðskilin og ílátið merkt sérstaklega með upplýsingum um þær tegundir sem í því eru. Aldrei er þó heimilt að flytja út þorsk með öðrum tegundum í sama íláti.

Óheimilt er að flytja út í sama gáminum afla sem endanlega hefur verið vigtaður og skráður á aflaskráningarkerfið Lóðs, og afla sem fluttur er til endurvigtunar á viðurkenndan uppboðsmarkað erlendis.


3. gr.

Ný grein 27. gr. b.:
Sé fyrirhugað að flytja út óunninn afla til sölu erlendis sem þegar hefur verið endanlega vigtaður og skráður í aflaskráningarkerfið Lóðs, skal útflytjandi (umráðamaður viðkomandi afla) tryggja að áður en afli er settur um borð í flutningsfarið sé tilkynnt til Fiskistofu um þau veiðiskip sem veitt hafa umræddan afla og um útflutt aflamagn sundurliðað eftir tegundum eins nákvæmlega og unnt er.

Tilkynning skal vera á þar til gerðu eyðublaði sem Fiskistofa lætur í té (Áætlun fyrir vigtaðan afla til útflutnings). Sé afli skips fluttur út í fleiri en einum gámi skal skila áætlunarblaði fyrir hvern gám. Útflytjandi (umráðamaður viðkomandi afla) afla skal tryggja að Fiskistofu séu sendar samdægurs sölunótur vegna sölu erlendis, þar sem tilgreint er endanlegt magn hverrar fisktegundar, söluverð eftir tegundum og stærðum og skipaskrárnúmer veiðiskips.


4. gr.

6. mgr. 28. gr. orðist svo:
Afrit af flutningsnótu, ásamt upplýsingum um gámanúmer og eyðublað um innihald gámsins, skal hafnarstarfsmaður senda Fiskistofu án ástæðulauss dráttar. Gögnin skulu varðveitt hjá hafnaryfirvöldum.


5. gr.

29. gr. fellur niður.


6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða til þess að öðlast gildi 15. apríl 2003 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávútvegsráðuneytinu, 14. febrúar 2003.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica