Sjávarútvegsráðuneyti

861/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830, 28. nóvember 2002, um síldveiðar með vörpu. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. gr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Ennfremur eru allar síldveiðar með vörpu bannaðar á svæðum þar sem togveiðar með fiskibotnvörpu eru bannaðar með reglugerðum, skyndilokunum eða þar sem áskilin er notkun smáfiskaskilju.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 18. desember 2002 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 16. desember 2002.

Árni M. Mathiesen.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica