Á 2. gr. reglugerðarinnar verða eftirfarandi breytingar:
A. | 2. töluliður. Í stað: "30.000" komi: 38.000. Í stað: "29.495" komi: 37.495. |
B. | 3. töluliður. Í stað: "30.000" komi: 36.400. Í stað: "29.495" komi: 35.895. |
C. | 9. töluliður. Í stað: "4.000" komi: 5.000. |
Á 6. gr. verða eftirfarandi breytingar:
A. | Í stað: "þorski, ýsu, ufsa og steinbít" í 1. mgr. komi: þorski, ýsu, ufsa, steinbít, löngu, keilu og karfa. |
B. | Við 6. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo: Veiði bátur aðrar tegundir en hann hefur krókaaflamark í, skal skerða krókaaflamark hans í öðrum tegundum samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 38/1990. Hverjum báti skal þó heimilt, án þess að til skerðingar komi, að veiða allt að 2% af heildarafla sínum í kvótabundnum botnfisktegundum, öðrum en þeim sem tilgreindar eru í 1. mgr., þó þannig að afli í einni tegund fari aldrei yfir 1% af heildarafla bátsins. |
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.