Sjávarútvegsráðuneyti

779/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 631, 3. ágúst 2001, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2001/2002. - Brottfallin

1. gr.

Eftir orðunum: "sömu reglur" í 2. málslið 6. gr. komi orðin: um útreikning, nýtingu og framsal.


2. gr.

Við ákvæði til bráðabirgða bætist ný málsgrein er orðist svo: Fiskistofa skal tilkynna útgerðum krókaaflamarksbáta, að hverjum báti sé heimilt á fiskveiðiárinu 2001/2002 að veiða sem meðafla við krókaveiðar löngu, keilu og karfa. Skal leyfilegur meðafli hvers báts í hverri tegund nema 80% af því sem í hans hlut kæmi miðað við úthlutun aflahlutdeildar í þessum tegundum, byggða á veiðireynslu hvers krókaaflamarksbáts á tímabilinu 1. júní 1998 til 31. maí 2001.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 16. október 2001.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica