Veflestur er þjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá
Sjávarútvegsráðuneyti

413/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 308, 5. apríl 2001, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2001. - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 9. gr. orðist svo: Ef síld er landað flakaðri skal við útreikning til aflahámarks miða við 50% nýtingu. Um vigtun á síld gilda að öðru leyti ákvæði reglugerðar nr. 522/1998, um vigtun sjávarafla.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum og laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða og öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 1. júní 2001.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.

Prenta reglugerð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica