REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 75, 6. febrúar 1998, um hrognkelsaveiðar.
1. gr.
Á 6. gr. reglugerðarinnar verða eftirfarandi breytingar:
1. Í stað: "20. júlí" í A. lið komi: 10. júlí.
2. Í stað: "20. júlí" í 1. mgr. B. liðar komi: 10. júlí.
3. Í stað: "10. ágúst" í 2. mgr. B. liðar komi: 31. júlí.
4. Í stað: "20. júlí" í 3. mgr. B. liðar komi: 10. júlí.
5. Í stað: "20. júlí" í 1. mgr. C. liðar komi: 10. júlí.
6. Í stað: "10. júlí" í 3. mgr. C. liðar komi: 30. júní.
7. Í stað: "1. apríl" í D. lið komi: 11. apríl.
8. Í stað: "20. mars" í E. lið komi: 30. mars.
9. Í stað: "20. mars" í F. lið komi: 30. mars.
10. Í stað: "20. mars" í G. lið komi: 30. mars.
11. Í stað: "20. júlí" í G. lið komi: 10. júlí.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til þess að öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 15. mars 2000.
F. h. r.
Þorsteinn Geirsson.
Jón B. Jónasson.