Sjávarútvegsráðuneyti

382/1998

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 77, 6. febrúar 1998, um botn- og flotvörpur. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 77, 6. febrúar 1998, um botn- og flotvörpur.

1. gr.

            B-liður 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðist svo: Við úthafsrækjuveiðar fyrir Norðausturlandi, milli 12°V og 18°V. Austan Langaness markast syðri mörk svæðisins af 65°30'N.

2. gr.

            Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 7. júlí 1998 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 30. júní 1998.

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica