1. gr.
Allar veiðar með fiskivörpu eru bannaðar á svæði norður af Vestfjörðum, sem markast af línu, sem dregin er milli eftirgreindra punkta:
1.66°42'50N - 23°42'50V2 66°57'00N - 23°22'00V3.67°11'00N - 21°20'00V4 67°10'00N - 20°32'00V5.66°54'47N - 20°39'00V
2. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. eru veiðar með fiskivörpu heimilar á svæðinu, sé varpan búin smáfiskaskilju í samræmi við ákvæði viðauka við reglugerð nr. 486, 4. ágúst 1998, um gerð og búnað smáfiskaskilju.
3. gr.
Heimildir til veiða með fiskivörpu á framangreindu svæði takmarkast af ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og reglugerðum settum með stoð í þeim lögum.
4. gr.
Með mál sem kunna að rísa út af brotum á reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála og varða brot viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.
5. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 6. september 2000 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Reglugerð þessi kemur í stað reglugerðar nr. 625, 1. september 2000, með sama heiti.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 5. september 2000.
F. h. r.
Þorsteinn Geirsson.
Þórður Eyþórsson.