1. gr.
Þorsk-, ýsu- og ufsaveiðar með hringnót eru bannaðar.
2. gr.
Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. getur sjávarútvegsráðuneytið veitt sérstök leyfi til þorsk- og ufasveiða með hringnót bátum undir 55 smálestum, á veiðisvæði, sem markast að vestan af línu réttvísandi norður frá Siglunesi og að austan af línu réttvísandi austur frá Langanesi. Ráðuneytið getur bundið leyfin þeim skilyrðum, sem þurfa þykir.
3. gr.
Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt ákvæðum laga nr. 44 5.apríl 1948. Mál út af brotum skulu sæta meðferð opinberra mála.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. gr. laga nr. 44 5.apríl 1948, um vísindalega verdun fiskimiða landgrunnsins, til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtis til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnramt er fell úr gildi reglugerð nr. 71 18. apríl 1974, um bann við þorsk-, ýsu- og ufsveiðum með nót.
Sjávarútvegsráðuneytið, 12. maí 1975.
Mattías Bjarnason.
Jón B. Jónasson.