Sjávarútvegsráðuneyti

262/1994

Reglugerð um bann við línuveiðum í norðanverðum Breiðafirði - Brottfallin

1. gr.

Frá og með 25. maí 1994 eru allar línuveiðar bannaðar á svæði í norðanverðum Breiðafirði, sem markast af línu, sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

1. Bjargtangar (grp. 33)

2. 65°23,00 N - 24°44,00 V

3. 65° 15,20 N - 24°43,80 V

4. 65°07,17 N - 24° 13,74 V

5. 65°11,38 N - 23°47,90 V

6. Skorarviti

Að norðan markast svæðið af fjöruborði meginlandsins.

2. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytið, 18. maí 1994.

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica