REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 77, 6. febrúar 1998, um botn- og flotvörpur.
1. gr.
3. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Lágmarksmöskvastærð rækjuvörpu skal vera 45 mm í vængjum aftur að fremsta netþaki (miðneti) en 36 mm í öðrum hlutum rækjuvörpunnar.
Við veiðar á rækju á eftirgreindum svæðum skal nota net á legg í a.m.k. fjórum öftustu metrum vörpunnar eða smárækjuskilju útbúinni samkvæmt reglum þar um.
A. Innan viðmiðunarlínu á svæði frá Bjargtöngum norður og austur um að Rauðanúp.
B. Fyrir Suðvesturlandi sunnan 65°15'N og vestan 23°V.
Við veiðar á úthafsrækju fyrir Norðurlandi milli 12°V og 18°V, norðan 65°30'N, skal við rækjuveiðar nota net á legg í a.m.k. 8 öftustu metrum vörpunnar eða smárækjuskilju samkvæmt reglum þar um. Lágmarksmöskvastærð leggpokans á þessu svæði skal vera a.m.k. 40 mm, sbr. reglugerð nr. 24/1998 um möskvamæla og framkvæmd möskvamælinga.
Við notkun leggpoka er heimilt að nota þrjá síðumöskva fyrir framan kolllínumöskvana. Skal hver leggur leggpokans festur við eina upptöku vörpunnar.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast gildi 25. október. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 574, 11. ágúst 2000, um bann við rækjuveiðum fyrir Norðurlandi.
Sjávarútvegsráðuneytinu, 16. október 2000.
Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.